Daníel rokkar

Sá Daníel Ágúst í gærkvöldi í Óperunni. Afskaplega vel heppnað hjá honum og mörg laganna af plötunni sá ég (heyrði?) í nýju ljósi. Sá hann líka á Airwaves, en þá var hann með playback og sviðið í Nasa er eðlilega ekki eins gott og í Óperunni. Nú var hann neð strengjasveit sem gaf öllu nýja vídd, en hann var líka með rafeindahljóð og sumar raddir á bandi. Ljósin voru mjög góð, en þó skreytimyndband sem varpað var á bak við lögin hafi komið mjög vel út á köflum þá dró það stundum athygli frá tónlistinni. Daníel var samt aðal, afslappaður og einlægur einn á miðju sviðinu með strengjasveitina til hliðar. Sérdeilis vel upp settir tónleikar og hann fór á kostum.

Mr. Silla, eða bara Sigurlaug Gísladóttir, hitað upp fyrir Danna og gerði það vel, enda efnileg í meira lagi. Hún er með einkar skemmtilega rödd og fullt af fínum hugmyndum, tónlistin naumhyggjuleg blanda af raftónlist (ódýrir trommutaktar) og frumstæðu rokki. Hún spilar Purple Rain betur en flestir og fór einnig mjög vel með gamla En Vogue-lagið Don't Let Go (Love), skilaði smávegis af örvæntingu og slatta af þrá. Mest gaman var samt að heyra hana syngja eigin lög.

Rass átti svo lokaorðið að þessu sinni, ein besta rokksveit landsins sem verður betri með hverjum tónleikunum. Síðasta lagið man ég ekki eftir að hafa heyrt með þeim áður, lengra og snúnara en flest það sem þeir annars buðu upp á. Gaman að heyra hvað Bóbó er liðtækjur gítarleikari, þó ekki sé mikið svigrúm fyrir hljóðfærafimleika í Rassrokkinu. Frábær hljómsveit.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband