Fimmtudagur, 15. desember 2005
Greindarvísitala ritstj.
Sé að Fréttablaðið er enn með eindálkinn á síðu tvö þar sem "ritstj." kveinkar sér yfir því að blaðið megi ekki birta tölvupóst einstaklings útí bæ til varnar eigendum sínum en bætir við að það sé reyndar eiginlega búið að birta hann allan. Er ekki hægt að bæta í tilvonandi fjölmiðlafrumvarp klásúlu um lágmarksgreind "ritstj." blaða? (Þykir reyndar líklegt að undir þessari athugasemd, sem verður aulalegri eftir því sem hún er oftar birt, ætti frekar að standa "fréttaritstj.".)
Ætti kannski að taka fram að ég er orðinn afhuga því að rétt sé að setja frekari reglum um starfsemi fjölmiðla, sýnist að lélegir miðlar gangi sjálfir í sjóinn. Skilst á Ívari Páli vini mínum að ég sé orðinn óforbetranlegur minarchisti vegna þessarar kúvendingar.
(Óborganlegur myndatexti á mbl.is í gær: "Haukur Hólm fréttamaður á 365 ljósvakamiðlum tekur viðtal við Sigurjón M. Egilsson á 365 prentmiðlum." Sjá hér.)
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.