Fimmtudagur, 15. desember 2005
Halldór vs. Gunnar
Sérkennileg umræða hefur kviknað um Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness og Nóbelsverðlaunaleysi Gunnars Gunnarssonar. Það lifir greinilega enn í gömlum kaldastríðsglæðum og aðstandendur Gunnars og gamlir hægrimenn eru ekki enn búnir að jafna sig á því að Halldór hafi fengið verðlaunin. Það sannast meðal annars á undarlegri yfirlýsingu stjórnar og forstöðumanns Gunnarsstofnunar í kvöld þar sem stendur: "Svo virðist sem skáldið hafi ekki verið metið af framlagi sínu til heimsbókmenntanna heldur hafi óréttmæt sjónarmið verið lögð til grundvallar við ákvörðun sænsku akademíunnar." (Sjá frétt mbl.is.)
Af framúrskarandi skemmtilegri grein Halldórs Guðmundssonar í Lesbókinni sl. laugardag (áskrifendur að kvoðunni smelli hér) mátti ráða að ástæðurnar fyrir því að Gunnar fékk ekki verðlaunin voru báðar býsna veigamiklar: a) Hann skrifaði ekki á íslensku og b) dálæti þýskra nasista á Gunnar var mönnum þyrnir í auga. Að því frátöldu að Gunnar var ekki eins merkur rithöfundur og Halldór finnst mér hvorug þessi ástæða óréttmæt þó ég trúi því ekki að Gunnar hafi verið handgenginn nasistum. Það að hann hafi ekki skrifað á íslensku finnst mér í sjálfu sér næg ástæða og mætti halda fram að það hefði verið gagnslítið fyrir íslenska tungu og menningu ef Gunnar hefði fengið verðlaunin.
Grótta sögunnar hefur líka gert sitt, malað Gunnar smátt en Halldór heldur sínu. Fyrir mitt leyti get ég ekki skilið hvernig menn geta haldið því fram í dag að Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness hafi verið álíka merkir rithöfundar, jafn mikil skáld. Víst skrifaði Gunnar góðar bækur sem sumar munu lifa. Ég las til að mynda mér til skemmtunar í vikunni þrjár bækur hans sem ég hef áður lesið og haft gaman af: Varg í véum, Sælir eru einfaldir og Ströndina. Af þeim þykir mér Ströndin best og býsna góð bók reyndar. Gunnar var góður rithöfundur, en hann seldi þjóðerni sitt fyrir súpudisk.
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.