Svikin vara

Mér leið eins og ég hefði fengið svikna vöru í hendurnar þegar ég las fjölmiðlapistil Ólafs Teits Guðnasonar í Viðskiptablaðinu í dag því í stað þess að fjalla um fjölmiðla fjallaði hann um helsta áhugamál sitt, þ.e. reykingar á veitingastöðum. Ég skipti mér ekki af því að Ólafur Teitur skuli reykja, þó mér þyki óneitanlega flestir minni menn fyrir það að þeir skuli reykja, enda reykingar fyrst og fremst til marks um skort á viljaþreki. Hann vill þó gleyma því að frelsi hans til reykinga skerðir oft frelsi annarra til að vera í reyklausu umhverfi.

Ég sæki oft veitingastaði þar sem tónlist er leikin og hef vissulega ama af því að þurfa að vera þar í reykjarmekki, þó reykingamönnum hafi fækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Ég kenni iðulega í brjósti um þá listamenn sem ekki reykja en þurfa að troða upp í reykjarkófinu sem myndast á veitingstöðum þó yfirleitt reyki minnihuti gesta að ég best fæ séð. Eins kenni ég í brjósti um starfsfólk staðanna sem þarf að vera í reykjarkófi öll kvöld. Með þetta í huga finnst mér fáránlegt að leyfa reykingar á veitingastöðum og efast um dómgreind þeirra sem berjast gegn fyrirhuguðu banni. Verður þó að hafa í huga að margir þeirra sem andæfa banninu eru fíklar og illa færir um að taka yfirvegaða afstöðu um mál sem snerta fíkn þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband