Sunnudagur, 18. desember 2005
Jakobínarína og Mammút
Var að koma af Grand Rokk hvar Jakobínarína, Mammút og Hjálmar voru að spila. Upphaflega stóð til að sjá Mammút og Hjálma, en síðan bættist Jakobínarína óvænt við. Tónleikarnir áttu að byrja kl. 22:00, eða svo sagði Lalli í 12 tónum mér, en þegar komið var á staðinn kom í ljós að fjörið átti að byrja kl. 23:00 sem það og gerði.
Allur er þessi þreytti formáli ætlaður til að afsaka að ég sá ekki Hjálma eftir allt saman, enda voru þeir ekki byrjaðir að spila er ég fór af staðnum - eru kannski að byrja einmitt núna. Hið versta mál, en ég var búinn að lofa mér annað, þurfti að vera mættur þar kl. hálfeitt og því fór sem fór.
Jakobínarína verður bara betri og betri, hef ekki séð piltana í meira stuði í langan tíma þó sviðið á Grand rokk sé alltaf til trafala ef menn ætla að hreyfa sig mikið. Skildist á Tólftónamönnum að þeim hafi verið bætt á dagskrána í snatri þegar aðrir tónleikar voru felldir niður (Egótónleikar), en hingað hafði verið stefnt erlendum agentum að berja strákana augum. Agentarnir voru reyndar bara John Bestest og Dean, sem vinna fyrir Sigur Rós. John var hinn hressasti og ánægður með strákana eftir tónleikana, fannst þeir standa sig gríðarvel á sviði, sviðsframkoma í góðu lagi og hljóðfæraleikur til fyrirmyndar. Hann var aftur á móti ekki eins viss með lögin, fannst eins og þeir þryftu að leggja smá vinnu í þau og þá með aðstoð fagmanns.
Ágætur punktur svosem, en mér sýnist ekki eftir neinu að bíða - Jakobínarína myndi leggja Bretland að fótum sér.
Eins og ég sagði var ég komin á staðinn til að sjá Hjálma og Mammút og Mammút var næst á eftir Jakobínurínu.
Mammút byrjaði á breiðskífu í haust sem átti að koma út fyrir jól, en frestaði henni síðan fram á næsta ár. Sú ákvörðun verður eflaust til að gera plötuna enn betri, þó það sem ég hef heyrt með sveitinni á tónleikum undanfarið ár eða svo bendi til þess að þau séu meira en tilbúin í plötu. Tónleikarnir í kvöld voru einkar vel heppnaðir hjá Mammút og gaman að heyra hvernig lögin hafa öll verið meira og minna í þróun síðustu mánuði. Til að mynda er Miðnætursmetall orðinn að fullvaxta lagi, en var eiginlega vara stutt stemma þegar ég heyrði það fyrst. Mér finnst hljómborðskaflinn í því þó betri með aðeins bjargaðri tón, píanóhljómurinn er eiginlega of settlegur fyrir það, meira gaman af hljómurinn rífur aðeins í mann. Síðasta lagið heyrðist mér nýtt, mætti kallað það kúabjöllulagið í takt við sum lög önnur á dagskránni (gítarlagið, bassalagið).
Það er mikil heppni að hafa fengið að sjá tvær efnilegustu sveitir landsins á sömu tónleikunum og báðar í fantaformi. Að sama skapi er það óheppni að hafa ekki náð að sjá eina af bestu sveitunum. Veit ekki hvort fleiri tækifæri gefist til að sjá Hjálma í bili.
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.