Kostnaðarvitundin

Mér hefur lengi verið minnisstætt er Sighvatur Björgvinsson, sennilega einn versti heilbrigðisráðherra sem Íslendingar hafa átt, skipaði starfshóp 1991 sem vinna átti tillögur sem fallnar væru til að draga úr lyfjakostnaði innan heilbrigðiskerfisins eða í það minnsta að hægja á hækkun hans. Eitt af þeim heillaráðum sem Sighvatur og co (gleymum ekki Jóni Baldvin) bentu starfshópnum á að gera tillögu um var að "auka og efla kostnaðarvitund lækna og almennings með því m.a. að taka upp hlutfallsgreiðslu sjúklinga í lyfjakostnaði í stað fasts gjalds".

Þetta orð, "kostnaðarvitund", er dæmigert pólitískt klastur ("kratíska")sem ætlað var að breiða yfir það að almenningur varð að taka á sig æ stærri hluta lyfjakostnaðar, þ.e. þeir sem alla jafna stóðu verst að vígi, hinir sjúku, þurftu að borga meira en þeir hefðu annars gert án þess að hafa nokkra forsendu til að hafa áhrif á hvaða lyfjum þeim var ávísað.

Gott dæmi um kratísku eins og nefnd er hér að ofan er að finna í nýjum fjárveitingum til heilbrigðismála sem samþykkt voru vestan hafs rétt fyrir jól. Þar var samþykkt að auka kostnaðarþátttöku almennings og ná þannig fram sparnaði með því að a) fólk borgar meira og b) færri leita til læknis, en það kemur fram í fylgiskjölum að hækkunin sé meðal annars til þess fallin að fækka svo þeim sem leita til læknis að tæpir fimm milljarðar dala sparast á næstu fimm árum.

Helsti arkitekt tillagnanna, sem er repúblikani frá Texas, lét einmitt þau orð falla að hækkanir á kostnaðarhlutdeild láglaunafólks séu nauðsynlegar til að auka kostnaðarvitund og þar með ábyrgð hinna sjúku. Víða má finna krata ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband