Mánudagur, 6. apríl 2009
Pappírinn kvaddur
Fyrir hálfum öðrum áratug lét breski hönnuðurinn og fræðimaðurinn Malcolm Garret þau orð falla í viðtali við Morgunblaðið að bókin væri úreltur upplýsingamiðill. Hann var þá meðal annars að rifja upp sams konar yfirlýsingu og hann hafði sett fram nokkrum árum áður og vakti talsverða athygli og deilur í Bretlandi. Bókin lifir þó enn sem miðill skemmtunar og fróðleiks þó ýmislegt bendi til þess að dagar hennar séu taldir, í það minnsta í núverandi mynd.
Yfirlýsing Garrets beindist að umbúðum en ekki innihaldi; hann var að fjalla um pappír, ef svo má segja, því hann sá fyrir sér að tölvutæknin byði upp á svo mikla möguleika í framsetningu á efni að pappírinn hlyti að láta undan síga. Þeir sem helst hafa gagnrýnt slíka og þvílíka spádóma gleyma því líka oft að bækur eru meira en pappírsstaflar, það er innihaldið sem skiptir máli þó fallega búin bók sé listmunur í sjálfu sér.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem mestum árangri hefur náð í netverslun er bókaverslunin Amazon, sem selur reyndar allt milli himins og jarðar í dag. Eigandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, setti það af stað vegna áhuga síns á verslun, en ekki bókaáhuga; Bezos vildi hasla sér völl á netinu og ákvað að velja þann varning sem hentaði best að selja þar - bækur; auðvelt að geyma, auðvelt að senda, vara sem fólk þarf ekki endilega að handfjatla og þar fram eftir götunum. Í því ljósi, þ.e. að Bezos sé ekki bundinn pappír neinum tilfinningaböndum, kemur því væntanlega ekki á óvart að hann hafi séð möguleika felast í því að yfirgefa pappírinn, fara að selja bækur á rafrænu formi.
Eitt af því sem staðið hefur svonefndum rafbókum fyrir þrifum er að það er erfitt að keppa við pappír þegar þægindi eru annars vegar; það er þægilegt að lesa svart letur af hvítum pappír, ekki þarf sérstakan búnað til að lesa bækur annan en þann sem okkur er náttúrlegur, ekki sérstaka tækniþekkingu nema þá sem við tileinkum okkur sem börn (lestrarkunnátta), ekki þarf að hlaða bækur, þær þola talsvert hnjask (meðal annars að digna), hægt er að hnoða kilju í vasa og hægt er að lesa bók í dag sem prentuð var fyrir 500 árum.
Sumt af þessu verður seint jafnað, það er til að mynda ekki fyrirsjáanlegt að rafbækur geti virkað án rafmagns, en tækninni hefur fleygt svo fram að rafbækur eru bæði handhægar og hentugar og svo hafa þær líka upp á ýmislegt að bjóða sem pappírsbókin hefur ekki; hægt er að hafa margar bækur í einu í rafbók (jafnvel þúsundir bóka - hentugt fyrir skólanemendur), sumar rafbækur er hægt að nota í myrkri, hægt er að stækka og minnka letur, hægt að leita í sumum bókanna og skrifa minnispunkta án þess að skemma "bókina" og svo má nota margar rafbækur fyrir sitthvað fleira, til að mynda spila músík ef vill.
Rúmur áratugur er síðan fyrstu rafbækurnar komu á almennan markað, í það minnsta keypti ég fyrstu rafbókina 1999, Rocket eBook, sem er enn nothæf, þó hún hafi vikið fyrir nýrri bókum (fyrst GEB 1150 og síðan Sony Reader). Rocket eBook var fyrsta rafbókin sem náði einhverri útbreiðslu, en þá var aðalmálið hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að sá sem keypti rafbók gæti miðlað henni til annarra; þ.e. hver bókin var bundin við rafbók þess sem keypti hana. Á þeim tíma, fyrir um áratug, deildu menn líka um tekjuskiptinu og olli því meðal annars að rafbækur voru síst ódýrari en innbundnar bækur, svo einkennilegt sem það kann að virðast.
Á næstu árum birtust reglulega fréttir um að nú væri þetta alveg að koma, nú myndu rafbækur slá í gegn, en allt kom fyrir ekki. meira að segja Microsoft lagði tugmilljónir í þróun og kynningu á hugbúnaði til að lesa slíkar bækur (Microsoft Reader) og ætlaði að ná markaðnum undir sig. Það var þó ekki fyrr en Sony kynnti til sögunnar Sony Reader (PRS-500) að hjólin tóku að snúast (PRS-500 kom á markað haustið 2006, PRS-505 kom 2008 og PRS-700 sama ár).
Sony varð fljótlega aðal rafbókin og reyndar nánast eina rafbókin sem skipti málið, eða þar til Kindle kom til sögunnar.
Það þótti nánast óðs manns æði þegar Amazon kynnti sína rafbók í nóvember 2007, Kindle. Menn fundu henni flest til foráttu, hún væri ljót og dýr og svo myndi enginn bókavinur sleppa hendi af pappírnum. Fljótlega kom þó í ljós að bókaáhugamenn eru ekki endilega pappírsáhugamenn því Kindle var svo vel tekið að tækið seldist upp á fyrstu fimm tímunum og löng bið var eftir fleiri rafbókum. Ný útgáfa kom svo á markað sl. haust, heitir einfaldlega Kindle 2, og verulega endurbætt, þynnri og öflugri, með betri skjá og meira minni (rúmar um 1.500 bækur). Amazon hefur ekki gefið út hve margar rafbækur fyrirtækið hefur selt, en samkvæmt upplýsingum sem birtust á TechCrunch í ágúst sl. höfðu þá selst um 240.000 eintök, sem er langt umfram spádóma, en rétt er að geta þess að Kindle fæst ekki utan Bandaríkjanna. Til samanburðar má geta þess að af Sony Reader höfðu þá selst 300.000 eintök frá því í október 2006.
Kindle er ekki bara fyrir bækur því einnig er hægt að lesa dagblöð og tímarit í tækinu og sökum þess hvernig tækið er upp sett er allt efni sent sjálfkrafa í tækið frá Amazon um þriðju kynslóðar símanet (sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu). Hér er því komið apparat sem hægt er að taka sér í hönd við morgunverðarborðið til að lesa "blaðið", enda er hægt að kaupa áskrift að flestum helstu dagblöðum heims: Le Monde, Frankfurter Allgemeine, The Independent, New York Times, Los Angeles Times, Corriere Della Sera, Financial Times, The Wall Street Journal, The International Herald Tribune og svo má telja.
Fróðir eru ekki sammála um það hvaða áhrif Kindle muni hafa á bóka- og blaðamarkað. Á undanförnum árum hefur mjög hallað undan fæti hjá dagblöðum vestan hafs og þá aðallega fyrir tilstilli netsins; skyndilega varð til dreifileið upplýsinga sem er svo miklu ódýrari og skilvirkari en dagablöð og bókaútgefendur hafa áður þekkt að við því eiga menn engin svör.
Enn sem komið er í það minnsta er ekki svo ýkja mikill munur á verði bóka og blaða eftir því hvort maður fær efnið á pappír eða rafrænu formi þó oft sé erfitt að bera saman vegna tilboða ýmiss konar.
Mánaðaráskrift að Los Angeles Times kostar þannig um 1.200 kr. í Kindle (fyrstu tvær vikurnar ókeypis), en áskrift að pappírsútgáfunni er um 1.500 kr. (kynningartilboð).
Sem dæmi um bók má taka Breaking Dawn, lokabókina í vampírubókaröð Stephenie Meyer, sem kostar hjá Amazon um 1.600 kr. á pappír (innbundin), en um 1.200 í Kindle-útgáfu.
Þess má geta að sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verðinu á bókum á pappír á Amazon, en hann er um 500 kr. innanlands (a.m.k. 1.000 kr. til Íslands). Hann er aftur á móti innifalinn í verði bókar á Kindle-sniði (ókeypis sending yfir 3G-farsímanet).
Öll rómantíkin sem tengd er pappírnum, hrjúf hlýleg áferðin, skrjáfið í pappírnum við morgunverðarborðið, lyktin af leðurbandinu, myglulykt af gömlum gersemum, velkta kiljan í rassvasanum - ekkert af þessu skiptir máli því lesendur framtíðarinnar eru þegar orðnir vanir því að lesa á tölvuskjá, lesa vefsíður daginn út og daginn inn, og þeir hafa ekki bundist pappír sömu tilfinningaböndum og þær kynslóðir sem brátt hverfa af sjónarsviðinu.
Þó pappír hafi haft gríðarleg áhrif á sögu Vesturálfu kom hann ekki til sögunnar fyrr en á tólftu öld og það var ekki fyrr en í upphafi nítjándu aldar að pappírsframleiðsla varð svo vélvædd og ódýrt að dreifa upplýsingum á prenti að dagblöð og bækur urðu almenningseign.
Munu menn lesa dagblöð og bækur í sérstökum rafbókum? Skiptumst við á bókum í tölvupósti? Er 2.000 ára sögu pappírs lokið? Við þessum spurningum er ekkert augljóst svar, en þó það sé í sjálfu sér engin ástæða til að halda dauðahaldi í pappírinn er ekki víst að það verði rafbækur sem hafi vinninginn; það er nefnilega ekkert mál að lesa Laxness í farsíma.
Í greinasafninu " Due Considerations: Essays and Criticism " ræðir John Updike sálugi bækur og mærir pappír eins og gamalla manna er siður; finnst það ferleg tilhugsun að hugsanlega eigi pappírinn eftir að fara sömu leið og papírusinn.
Í greinasafninu "Due Considerations: Essays and Criticism" ræðir John Updike sálugi bækur og mærir pappír eins og gamalla manna er siður; finnst það ferleg tilhugsun að hugsanlega eigi pappírinn eftir að fara sömu leið og papírusinn.
Máli sínu til stuðnings nefnir Updike nokkur atriði sem við færum á mis við, við það að hætta að nota pappír til að skrá texta, að vísu ekkert sem kemur eiginlegum skáld- eða fræðiverkum við, en meðal annars þá gleði sem menn hafa af að sjá fallega bundnar bækur í hillum og að strjúka pappír og spjöld af munúð, bók sem minjagrip og svo má telja.
Bókin Firmin eftir Sam Savage segir frá rottunni Firmin sem elst upp við það að meta bækur eftir innihaldi þeirra, frekar en umbúðum, þ.e. hann lærir sem lítill rottugríslingur (þrettándi gríslingur drykkfelldrar móður) að bækur séu hráefni í hreiðurgerð, enda býr hún gríslingunum sínum þrettán hreiður úr Finnegan's Wake, ólesandi doðranti James Joyce. Þegar Firmin litli fer síðan halloka í slagnum um spenann (rottur eru með tólf spena) fer hann að narta í pappírstæturnar í hreiðrinu og kemst á bragðið: bækur eru hinn besti matur.
Svo vindur sögu Firmin fram, hann étur hvert meistaraverkið af öðru (það er honum til happs að rottufjölskyldan býr í kjallara fornbókaverslunar), en svo kemur að hann fer að rýna í textann á síðunum og ekki verður aftur snúið; Firmin fellur gersamlega fyrir innihaldi bókanna og les allt það sem hann kemst yfir (og kemst meðal annars að því að oft er bragð og áferð viðkomandi bóka býsna líkt inntaki þeirra).
Ýmsir þeir sem fjallað hafa um Firmin hafa haft á orði að erfitt hafi verið að komast yfir það að aðalsöguhetjan sé rotta, alla jafna hafi menn á þeim illan bifur og hjálpar lítt til þó um sé að ræða víðlesna og fróða bókarottu - erfitt sé að líta fram hjá því að rottur eru óþrifaleg og illskeytt kvikindi sem bera með sér plágur og annað ógeð. Rottur eru líka óþokkarnir í sögunni af Despereaux, en mýsnar hetjur, sætar og indælar.
Sagan af Despereaux, The Tale of Despereaux, er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Kate DiCamillo sem fékk Newberry-verðlaunin bandarísku fyrir bestu barnabók 2004. Höfuðpersóna bókarinnar er nagdýr, líkt og í Firmin, en nú er það mús og það engin venjuleg mús heldur mús sem óttast ekkert og engan. Það skapar eðlilega ýmis vandræði í heimi músanna, því mýs eiga vitanlega alltaf að vera eins og mýs undir fjalaketti.
Inn í söguna af Despereaux, sem varð að vinsælli kvikmynd og sýnd var í vor, fléttast rotta sem er góð, svo vond og svo góð aftur, óhamingjusöm prinsessa og óhamingjusöm ekki-prinsessa, súpuveisla og lútublús svo fátt eitt sé talið. Despereaux er þó málið, músin hugprúða, sem ekki tekst að skelfa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölskyldu hennar og yfirvalda í Músalandi. Gengur svo langt að þegar hún á að læra að naga bækur fer hún að lesa þær og þá tekur steininn úr: Despereaux er varpað í ystu myrkur. Updike hefði væntanlega kunnað að meta það.
(Hlutar af þessari langloku birtust í Morgunblaðinu í mars og apríl.)
Yfirlýsing Garrets beindist að umbúðum en ekki innihaldi; hann var að fjalla um pappír, ef svo má segja, því hann sá fyrir sér að tölvutæknin byði upp á svo mikla möguleika í framsetningu á efni að pappírinn hlyti að láta undan síga. Þeir sem helst hafa gagnrýnt slíka og þvílíka spádóma gleyma því líka oft að bækur eru meira en pappírsstaflar, það er innihaldið sem skiptir máli þó fallega búin bók sé listmunur í sjálfu sér.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem mestum árangri hefur náð í netverslun er bókaverslunin Amazon, sem selur reyndar allt milli himins og jarðar í dag. Eigandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, setti það af stað vegna áhuga síns á verslun, en ekki bókaáhuga; Bezos vildi hasla sér völl á netinu og ákvað að velja þann varning sem hentaði best að selja þar - bækur; auðvelt að geyma, auðvelt að senda, vara sem fólk þarf ekki endilega að handfjatla og þar fram eftir götunum. Í því ljósi, þ.e. að Bezos sé ekki bundinn pappír neinum tilfinningaböndum, kemur því væntanlega ekki á óvart að hann hafi séð möguleika felast í því að yfirgefa pappírinn, fara að selja bækur á rafrænu formi.
Eitt af því sem staðið hefur svonefndum rafbókum fyrir þrifum er að það er erfitt að keppa við pappír þegar þægindi eru annars vegar; það er þægilegt að lesa svart letur af hvítum pappír, ekki þarf sérstakan búnað til að lesa bækur annan en þann sem okkur er náttúrlegur, ekki sérstaka tækniþekkingu nema þá sem við tileinkum okkur sem börn (lestrarkunnátta), ekki þarf að hlaða bækur, þær þola talsvert hnjask (meðal annars að digna), hægt er að hnoða kilju í vasa og hægt er að lesa bók í dag sem prentuð var fyrir 500 árum.
Sumt af þessu verður seint jafnað, það er til að mynda ekki fyrirsjáanlegt að rafbækur geti virkað án rafmagns, en tækninni hefur fleygt svo fram að rafbækur eru bæði handhægar og hentugar og svo hafa þær líka upp á ýmislegt að bjóða sem pappírsbókin hefur ekki; hægt er að hafa margar bækur í einu í rafbók (jafnvel þúsundir bóka - hentugt fyrir skólanemendur), sumar rafbækur er hægt að nota í myrkri, hægt er að stækka og minnka letur, hægt að leita í sumum bókanna og skrifa minnispunkta án þess að skemma "bókina" og svo má nota margar rafbækur fyrir sitthvað fleira, til að mynda spila músík ef vill.
Rúmur áratugur er síðan fyrstu rafbækurnar komu á almennan markað, í það minnsta keypti ég fyrstu rafbókina 1999, Rocket eBook, sem er enn nothæf, þó hún hafi vikið fyrir nýrri bókum (fyrst GEB 1150 og síðan Sony Reader). Rocket eBook var fyrsta rafbókin sem náði einhverri útbreiðslu, en þá var aðalmálið hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að sá sem keypti rafbók gæti miðlað henni til annarra; þ.e. hver bókin var bundin við rafbók þess sem keypti hana. Á þeim tíma, fyrir um áratug, deildu menn líka um tekjuskiptinu og olli því meðal annars að rafbækur voru síst ódýrari en innbundnar bækur, svo einkennilegt sem það kann að virðast.
Á næstu árum birtust reglulega fréttir um að nú væri þetta alveg að koma, nú myndu rafbækur slá í gegn, en allt kom fyrir ekki. meira að segja Microsoft lagði tugmilljónir í þróun og kynningu á hugbúnaði til að lesa slíkar bækur (Microsoft Reader) og ætlaði að ná markaðnum undir sig. Það var þó ekki fyrr en Sony kynnti til sögunnar Sony Reader (PRS-500) að hjólin tóku að snúast (PRS-500 kom á markað haustið 2006, PRS-505 kom 2008 og PRS-700 sama ár).
Sony varð fljótlega aðal rafbókin og reyndar nánast eina rafbókin sem skipti málið, eða þar til Kindle kom til sögunnar.
Það þótti nánast óðs manns æði þegar Amazon kynnti sína rafbók í nóvember 2007, Kindle. Menn fundu henni flest til foráttu, hún væri ljót og dýr og svo myndi enginn bókavinur sleppa hendi af pappírnum. Fljótlega kom þó í ljós að bókaáhugamenn eru ekki endilega pappírsáhugamenn því Kindle var svo vel tekið að tækið seldist upp á fyrstu fimm tímunum og löng bið var eftir fleiri rafbókum. Ný útgáfa kom svo á markað sl. haust, heitir einfaldlega Kindle 2, og verulega endurbætt, þynnri og öflugri, með betri skjá og meira minni (rúmar um 1.500 bækur). Amazon hefur ekki gefið út hve margar rafbækur fyrirtækið hefur selt, en samkvæmt upplýsingum sem birtust á TechCrunch í ágúst sl. höfðu þá selst um 240.000 eintök, sem er langt umfram spádóma, en rétt er að geta þess að Kindle fæst ekki utan Bandaríkjanna. Til samanburðar má geta þess að af Sony Reader höfðu þá selst 300.000 eintök frá því í október 2006.
Kindle er ekki bara fyrir bækur því einnig er hægt að lesa dagblöð og tímarit í tækinu og sökum þess hvernig tækið er upp sett er allt efni sent sjálfkrafa í tækið frá Amazon um þriðju kynslóðar símanet (sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu). Hér er því komið apparat sem hægt er að taka sér í hönd við morgunverðarborðið til að lesa "blaðið", enda er hægt að kaupa áskrift að flestum helstu dagblöðum heims: Le Monde, Frankfurter Allgemeine, The Independent, New York Times, Los Angeles Times, Corriere Della Sera, Financial Times, The Wall Street Journal, The International Herald Tribune og svo má telja.
Fróðir eru ekki sammála um það hvaða áhrif Kindle muni hafa á bóka- og blaðamarkað. Á undanförnum árum hefur mjög hallað undan fæti hjá dagblöðum vestan hafs og þá aðallega fyrir tilstilli netsins; skyndilega varð til dreifileið upplýsinga sem er svo miklu ódýrari og skilvirkari en dagablöð og bókaútgefendur hafa áður þekkt að við því eiga menn engin svör.
Enn sem komið er í það minnsta er ekki svo ýkja mikill munur á verði bóka og blaða eftir því hvort maður fær efnið á pappír eða rafrænu formi þó oft sé erfitt að bera saman vegna tilboða ýmiss konar.
Mánaðaráskrift að Los Angeles Times kostar þannig um 1.200 kr. í Kindle (fyrstu tvær vikurnar ókeypis), en áskrift að pappírsútgáfunni er um 1.500 kr. (kynningartilboð).
Sem dæmi um bók má taka Breaking Dawn, lokabókina í vampírubókaröð Stephenie Meyer, sem kostar hjá Amazon um 1.600 kr. á pappír (innbundin), en um 1.200 í Kindle-útgáfu.
Þess má geta að sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verðinu á bókum á pappír á Amazon, en hann er um 500 kr. innanlands (a.m.k. 1.000 kr. til Íslands). Hann er aftur á móti innifalinn í verði bókar á Kindle-sniði (ókeypis sending yfir 3G-farsímanet).
Öll rómantíkin sem tengd er pappírnum, hrjúf hlýleg áferðin, skrjáfið í pappírnum við morgunverðarborðið, lyktin af leðurbandinu, myglulykt af gömlum gersemum, velkta kiljan í rassvasanum - ekkert af þessu skiptir máli því lesendur framtíðarinnar eru þegar orðnir vanir því að lesa á tölvuskjá, lesa vefsíður daginn út og daginn inn, og þeir hafa ekki bundist pappír sömu tilfinningaböndum og þær kynslóðir sem brátt hverfa af sjónarsviðinu.
Þó pappír hafi haft gríðarleg áhrif á sögu Vesturálfu kom hann ekki til sögunnar fyrr en á tólftu öld og það var ekki fyrr en í upphafi nítjándu aldar að pappírsframleiðsla varð svo vélvædd og ódýrt að dreifa upplýsingum á prenti að dagblöð og bækur urðu almenningseign.
Munu menn lesa dagblöð og bækur í sérstökum rafbókum? Skiptumst við á bókum í tölvupósti? Er 2.000 ára sögu pappírs lokið? Við þessum spurningum er ekkert augljóst svar, en þó það sé í sjálfu sér engin ástæða til að halda dauðahaldi í pappírinn er ekki víst að það verði rafbækur sem hafi vinninginn; það er nefnilega ekkert mál að lesa Laxness í farsíma.
Í greinasafninu " Due Considerations: Essays and Criticism " ræðir John Updike sálugi bækur og mærir pappír eins og gamalla manna er siður; finnst það ferleg tilhugsun að hugsanlega eigi pappírinn eftir að fara sömu leið og papírusinn.
Í greinasafninu "Due Considerations: Essays and Criticism" ræðir John Updike sálugi bækur og mærir pappír eins og gamalla manna er siður; finnst það ferleg tilhugsun að hugsanlega eigi pappírinn eftir að fara sömu leið og papírusinn.
Máli sínu til stuðnings nefnir Updike nokkur atriði sem við færum á mis við, við það að hætta að nota pappír til að skrá texta, að vísu ekkert sem kemur eiginlegum skáld- eða fræðiverkum við, en meðal annars þá gleði sem menn hafa af að sjá fallega bundnar bækur í hillum og að strjúka pappír og spjöld af munúð, bók sem minjagrip og svo má telja.
Bókin Firmin eftir Sam Savage segir frá rottunni Firmin sem elst upp við það að meta bækur eftir innihaldi þeirra, frekar en umbúðum, þ.e. hann lærir sem lítill rottugríslingur (þrettándi gríslingur drykkfelldrar móður) að bækur séu hráefni í hreiðurgerð, enda býr hún gríslingunum sínum þrettán hreiður úr Finnegan's Wake, ólesandi doðranti James Joyce. Þegar Firmin litli fer síðan halloka í slagnum um spenann (rottur eru með tólf spena) fer hann að narta í pappírstæturnar í hreiðrinu og kemst á bragðið: bækur eru hinn besti matur.
Svo vindur sögu Firmin fram, hann étur hvert meistaraverkið af öðru (það er honum til happs að rottufjölskyldan býr í kjallara fornbókaverslunar), en svo kemur að hann fer að rýna í textann á síðunum og ekki verður aftur snúið; Firmin fellur gersamlega fyrir innihaldi bókanna og les allt það sem hann kemst yfir (og kemst meðal annars að því að oft er bragð og áferð viðkomandi bóka býsna líkt inntaki þeirra).
Ýmsir þeir sem fjallað hafa um Firmin hafa haft á orði að erfitt hafi verið að komast yfir það að aðalsöguhetjan sé rotta, alla jafna hafi menn á þeim illan bifur og hjálpar lítt til þó um sé að ræða víðlesna og fróða bókarottu - erfitt sé að líta fram hjá því að rottur eru óþrifaleg og illskeytt kvikindi sem bera með sér plágur og annað ógeð. Rottur eru líka óþokkarnir í sögunni af Despereaux, en mýsnar hetjur, sætar og indælar.
Sagan af Despereaux, The Tale of Despereaux, er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Kate DiCamillo sem fékk Newberry-verðlaunin bandarísku fyrir bestu barnabók 2004. Höfuðpersóna bókarinnar er nagdýr, líkt og í Firmin, en nú er það mús og það engin venjuleg mús heldur mús sem óttast ekkert og engan. Það skapar eðlilega ýmis vandræði í heimi músanna, því mýs eiga vitanlega alltaf að vera eins og mýs undir fjalaketti.
Inn í söguna af Despereaux, sem varð að vinsælli kvikmynd og sýnd var í vor, fléttast rotta sem er góð, svo vond og svo góð aftur, óhamingjusöm prinsessa og óhamingjusöm ekki-prinsessa, súpuveisla og lútublús svo fátt eitt sé talið. Despereaux er þó málið, músin hugprúða, sem ekki tekst að skelfa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölskyldu hennar og yfirvalda í Músalandi. Gengur svo langt að þegar hún á að læra að naga bækur fer hún að lesa þær og þá tekur steininn úr: Despereaux er varpað í ystu myrkur. Updike hefði væntanlega kunnað að meta það.
(Hlutar af þessari langloku birtust í Morgunblaðinu í mars og apríl.)
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni | Breytt 21.4.2009 kl. 21:07 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.