Þriðjudagur, 5. desember 2006
Póstmódernisminn er dauður
Póstmódernisminn er uppfinning þeirra sem sitja við sitt heimspekilega hlaðborð og finna þar ekkert ætilegt, enga grósku engan gróanda. Undir borðinu iðar aftur á móti allt af lífi, þar er fólk upptekið við að lifa án þess að velta því fyrir sér hvers vegna, upptekið við að njóta án þess að hugsa úti hvað það sé nú smáborgaralegt að vera hamingjusamur.
Póstmódernistinn sækir í það sem honum finnst lágmenning því þar finnur hann lífsanda, lífsgleði, lífsháska. Skáldið kjáir framan í rapparana af því að í þeirra textum verður tungumálið eins og nýtt, málarinn öfundast við graffarana sem fundið hafa upp nýja tjáningu og tónspekingurinn gapir yfir hugmyndaauðgi þeirra sem kunna engar reglur, vita ekki hvað er hægt og gera því það sem ekki er hægt.
Póstmódernistinn minnist til lágmenningardrósarinnar því hann vil eiga við hana mök, finna sér lífsglaða úfna menntunarsnauða drós til að temja. Hann stígur niður af sínum ólympstindi til að sækja sér smá líf, smá svita, smá slor og heldur síðan upp aftur harla ánægður með sjálfan sig og sín víðsýnu viðhorf.
Póstmódernistinn segir af yfirlæti sínu: Þegar almenningur er farinn að tala um póstmódernisma er póstmódernisminn dauður. Orð að sönnu enda er þessu margtugða og -mærða stefna dæmigerður elítismi, hugmyndafræðilegt snobb.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt 14.5.2007 kl. 16:59 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á minn sann - nú veit ég hvað þú áttir við þegar þú sakaðir mig um að færa inn á bloggið mitt tóma innihaldsleysu og húmbúkk. Þú sjálfur varst óafvitandi að kafna úr póstmódernisma! En ég sé á þessu að þú hefur það skár, kæri vin.
Jón Agnar Ólason, 5.12.2006 kl. 10:25
Vitið þið hvað Postmoderismi er á íslensku?
Síð-Hyggja.
Bragi Einarsson, 5.12.2006 kl. 10:42
Ég kem með poppkorn og kók í jarðaförina...
snillingur-jón, 5.12.2006 kl. 13:05
Sá Jóhamar sem ég þekkti var ekki lesblindur ... er þetta hann?
Árni Matthíasson , 5.12.2006 kl. 13:25
Þetta hljóta að vera mistök. Áttu yfirlætin ekki að vera oblátur? Veit reyndar ekki hvernig þetta hljómar samkvæmt kirkjunnar bókum en geri (þó ekki í buxurnar) að fleirtalan hljóti að vera "oblæti". Nema ef um sé að ræða o-blæti, sem hlýtur að vera meira en lítið undarleg þörf - samt sennilega eitthvað tengt samkynhneigð, samanber litla "o"-ið...
Annars er þessi Jóhamar eitthvað undarlegur. Eiginlega óskiljanlegur. Ég tengi skrifin við póstmódernisma...
snillingur-jón, 6.12.2006 kl. 14:17
Sjaldan launar kálfur oblátu.
Árni Matthíasson , 7.12.2006 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.