Miðvikudagur, 18. janúar 2006
Vandi vestan hafs
Fín samantekt um vanda plötufyrirtækja vestan hafs í frétt Rolling Stone, sjá hér. Þar kemur fram að liðið ár sé það versta sem plötufyrirtæki hafi upplifað til þessa, enda sé samdráttur í sölu geisladiska um 7,2% frá síðasta ári, 21% samdráttur frá því best lét árið 2000. Nokkrir punktar:
- Universal bætti við sig, náði 32% markaðshlutdeild og átti sex af tíu mest seldu plötum ársins. Enginn samdráttur var hjá Warner. EMI hélt í horfinu, sala dróst saman um 0,4%. Sony BMG átti erfiða daga; valdabarátta, klúður vegna falins hugbúnaðar á geisladiskum, milljónasekt vegna útvarpsspilunarsvika (sem Warner tók reyndar þátt í líka) og 3% minni markaðshlutdeild.
- Smáfyrirtækjum gekk almennt vel, enda treysta þau ekki á milljónasölu stórstjörnu eins og stórfyrirtækin heldur að selja margar plötur vel. Markaðshlutdeild þeirra jókst og, er nú í kringum 18%.
- Söluaukning á lögum á Netinu er um 150%, alls seldust 352 milljónir laga. Enn deila menn um verð á þeim vígstöðvum, fyrirtækin vilja hækka verðið , sætta sig ekki við 99 cent, um 60 kr., fyrir hvert lag, en skerfur þeirra af því er almennt um 17 cent, 10 kr. Þau vilja hærra verð til að vinna upp tap á geisladiskasölu. Dæmigerð rökleysa.
- Barátta útgefenda vestan hafs gegn þeim sem sækja sér tónlist á netinu, hundruð málshöfðana, skilaði litlu að því best verður séð, því samkvæmt mælingum voru þeir sem skiptust á tónlist á Netinu 21% fleiri í nóvember 2005 en í nóvember 2004. (Nú segja eflaust einhverjir: Aukningin hefði örugglega verið 210% ef ekkert hefði verið að gert, en hefði eins getað orðið 2,1% ef útgefendur hefðu haldið sig á mottunni.)
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 20.4.2006 kl. 12:48 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.