Dómgreindarlaus ritstjóri

Hún er óneitanlegs sérkennileg deilan sem sprottin er milli Jótlandspóstsins og múslima víða um heim. Það er að segja sérkennileg fyrir það Jótlandspósturinn skuli hafa látið sér detta í huga að móðga trúarsannfæringu tugmilljóna á svo ósvífin hátt og ætla svo að skjóta sér á bak við prentfrelsið. Aumkvunarverð er sú staðhæfing að þeir hafi viljað vekja umræðu um málfrelsi. Ef þeir Jótlandspótsmenn vildi endilega láta reyna á málfrelsið af hverju birtu þeir ekki skopmyndir af Margréti Þórhildi Danadrottningu að hafa mök við hunda sína? Nú eða skrípamynd af gyðing á leið í gasklefann? Það var svo til að bíta höfuðið af skömminni að heyra Anders Fogh Rasmussen ræða það á blaðamannafundi að sér þyki það sérstaklega slæmt að mótmælt sé á svæðum sem notið hafa góðs af þróunaraðstoð Dana í gegnum árin(!) - Hann var semsé að kveinka sér yfir því að Dönum hafi ekki tekist að kaupa sér nægilega undirgefna vini. Mér sýnist það borðleggjandi að svo dómgreindarlaus ritstjóri sem Carsten Juste augljóslega er segi af sér. "Jyllands-Posten lægger vægt på at holde en høj etisk standard, som bygger på respekt for vore grundlæggende værdier" segir hann í bréfi í blaðinu í dag. Annað hefur komið á daginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband