Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Flóknar fjölskyldur
Flókin fjölskyldutengsl eru áberandi í haustbókaflóðinu; flókin fjölskyldutengsl og einstæðar mæður. Það er kannski ekki há prósenta af þeim ca. þrjátíu bókum sem ég er búinn að lesa af haustflóðinu sem snýst um mæður og börn, en það vildi svo til að ég las þrjár bækur í röð sem meira og minna gengu út á brotin fjölskyldumynstur.
Tengslin eru hvergi flóknari en í skemmtilegri bók Bjarna Harðarsonar, Svo skal dansa, sem segir sögu tveggja kvenna, Sigríðar Bjarnadóttur Velding og Sesselju dóttur hennar, en Sesselja var langamma Bjarna. Sigríður Velding fæddist um miðja nítjándu öldina og Sesselja skömmu fyrir næstsíðustu aldamót. Sigríður bjó við mikla fátækt, var eiginlega allslaus og Sesselja átti lítið meira, þó hún hafi búið við heldur betri kjör en móðir hennar, en þær áttu báðar börn sem þær gátu ekki annast - Sigríður gaf frá sér tvö börn vegna fátæktar og Sesselja átti fimm börn með fjórum mönnum.
Sagan sem Sindri Freysson segir í Dóttir mæðra minna segir einnig frá börnum sem verða viðskila við mæður sínar, eða réttara sagt mæður sem verða að segja skilið við börn sín sökum fátæktar og aðstöðuleysis, því þó okkur hafi heldur miðað áfram í tíma, komnir vel inn í tuttugustu öldina, var fátæktin litlu minni og síst dró úr því að ungar stúlkur létu fallerast - feðurnir lítið annað en sæðisgjafar sem eru úr sögunni að getnaði loknum.
Sagan hans Sindra segir frá stúlku sem á tvær mæður, aðra líffræðilega og hina sem elur hana upp. Sagan er þó ekki eins einföld og virðist við fyrstu sýn, því líffræðileg móðir stúlkunnar átti sér annað líf; hófst úr fátækt fyrir vestan í að verða eiginkona stöndugs Englendings áður en hún hrökklaðist til Íslands að nýju, varð að skilja barn eftir þar ytra og síðan að láta frá sér annað.
Bók Sindra er mun flóknari smíð en hér er gefið til kynna, en hluti hennar rímaði svo vel við bókina hans Bjarna að mér fannst þær renna saman á kafla.
Þriðja bókin sem ég las í lotunni var einnig um konu sem varð að gefa frá sér barn, eða réttara sagt var svipt barni sínu, því bókin hans Bergsveins Birgissonar um hugarfar kúa hefst þar sem foreldrar ungrar stúlku nánast hrekja hana að heiman og svipta hana barninu. Í henni er mesta klisjusmíðin, bæði hvað varðar örlög móðurinnar og svo barnsins, en sagan er líka allt annars eðlis.
(Birtist í Morgunblaðinu 1. nóvember sl. Myndin: Kiddi, Setta, Kristbjörg og Sjana koma fyrir í frábærri bók Bjarna Harðarsonar Svo skal dansa.)
Tengslin eru hvergi flóknari en í skemmtilegri bók Bjarna Harðarsonar, Svo skal dansa, sem segir sögu tveggja kvenna, Sigríðar Bjarnadóttur Velding og Sesselju dóttur hennar, en Sesselja var langamma Bjarna. Sigríður Velding fæddist um miðja nítjándu öldina og Sesselja skömmu fyrir næstsíðustu aldamót. Sigríður bjó við mikla fátækt, var eiginlega allslaus og Sesselja átti lítið meira, þó hún hafi búið við heldur betri kjör en móðir hennar, en þær áttu báðar börn sem þær gátu ekki annast - Sigríður gaf frá sér tvö börn vegna fátæktar og Sesselja átti fimm börn með fjórum mönnum.
Sagan sem Sindri Freysson segir í Dóttir mæðra minna segir einnig frá börnum sem verða viðskila við mæður sínar, eða réttara sagt mæður sem verða að segja skilið við börn sín sökum fátæktar og aðstöðuleysis, því þó okkur hafi heldur miðað áfram í tíma, komnir vel inn í tuttugustu öldina, var fátæktin litlu minni og síst dró úr því að ungar stúlkur létu fallerast - feðurnir lítið annað en sæðisgjafar sem eru úr sögunni að getnaði loknum.
Sagan hans Sindra segir frá stúlku sem á tvær mæður, aðra líffræðilega og hina sem elur hana upp. Sagan er þó ekki eins einföld og virðist við fyrstu sýn, því líffræðileg móðir stúlkunnar átti sér annað líf; hófst úr fátækt fyrir vestan í að verða eiginkona stöndugs Englendings áður en hún hrökklaðist til Íslands að nýju, varð að skilja barn eftir þar ytra og síðan að láta frá sér annað.
Bók Sindra er mun flóknari smíð en hér er gefið til kynna, en hluti hennar rímaði svo vel við bókina hans Bjarna að mér fannst þær renna saman á kafla.
Þriðja bókin sem ég las í lotunni var einnig um konu sem varð að gefa frá sér barn, eða réttara sagt var svipt barni sínu, því bókin hans Bergsveins Birgissonar um hugarfar kúa hefst þar sem foreldrar ungrar stúlku nánast hrekja hana að heiman og svipta hana barninu. Í henni er mesta klisjusmíðin, bæði hvað varðar örlög móðurinnar og svo barnsins, en sagan er líka allt annars eðlis.
(Birtist í Morgunblaðinu 1. nóvember sl. Myndin: Kiddi, Setta, Kristbjörg og Sjana koma fyrir í frábærri bók Bjarna Harðarsonar Svo skal dansa.)
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.