Færsluflokkur: Bloggar

Til hvers eru árslistar?

Mér finnast árslistar oft gagnlegir og stundum skemmtilegir. Jafnan er eitthvað á þeim listum sem maður hefur misst af yfir árið eða ekki gefið nægilegan gaum. Til að mynda kemur oft fyrir að ofarlega á lista hjá einhverjum sem maður tekur mark á sé plata sem sem ekki fékk nógan tíma í spilaranum og við nánari hlustun kemur í ljós að þar fór fyrirtaks gripur. Mörg dæmi um slíkt.

Einna gagnlegastir eru þó listar hjá vefritum eða í blöðum sem sinna jaðartónlist. Þannig fann ég fína plötu með Death Vessel, Stay Close, á árslistanum hjá Otis Hart á Dusted Magazine, sjá: hér. Það rit er annars býsna gott þó menn eigi það til að gleyma sér í tilgerðinni.

Spurningin sem er yfirskrift þessa pistils er þó ofarlega í huga þegar maður les árslista hjá Dusted Magazine, ekki síður en þegar litið er yfir árslista Pitchfork (hér), Stylus (hér) eða Cokemachine Glow (hér). Hef nefnilega grun um það að menn velji oft á lista frekar það sem er skrýtið/sérkennilegt til að undirstrika hvað þeir eru svalir. Það er býsna algengt þegar Pitchfork er annars vegar, þ.e. býsna algengt að grunur kvikni, því vitanlega get ég ekkert sannað) og dæmi um það á Cokemachine Glow listanum sýnist mér (Multiples með Keith Fullerton Whitman í 44. sæti!?). Svo eru vitanlega dæmi um að menn sleppi plötum af listanum til að sýna að þeir séu nú svalari en svo að velja það sem aðrir velja.

Annað vandamál sem maður glímir við um þetta leyti er svo hve erfitt er að muna eftir öllum þeim grúa af plötum sem renna um pípurnar á heilu ári, skipta eðlilega hundruðum.

Árslistinn minn er tilbúinn, verður í blaðinu á laugardag, og eins og vanalega ekki nóg pláss til að koma öllu að, 10 innlendar og 10 erlendar í aðal og svo 10 10 við þröskuldinn er ekki nóg, sérstaklega hvað varðar erlendu músikina. Hér fylgir því lengri gerð listanna, fyrst tíu bestu, þá tíu næstbestu og loks þær plötur sem eiga skilið að komast á lista þó þær komist ekki á topp 20 (á listanum eru semsé þær plötur sem ég hlustaði mest á, fannst bestar og man best eftir):

Innlent:

Sigur Rós - Takk
Björk - Drawing Restraint 9
Bubbi Morthens - ... í sex skrefa fjarlægð frá paradís
KK & Ellen - Jólasálmar
Kimono - Arctic Death Ship
Þórir / My Summer as a Salvation Soldier - Anarchists are Hopeless Romantics
Hjálmar - Hjálmar
Ég - Plata ársins
Daníel Ágúst - Swallowed A Star
Emilíana Torrini - Fisherman's Woman

Baggalútur - Pabbi þarf að vinna
Kira Kira - Skotta
Trabant - Emotional
Ölvis - The Blue Sound
Blindfold - My Delusions
Úlpa - Attempted Flight by Winged Men
Rass - Andstaða
Hairdoctor - Majorlabel
Dikta - Hunting For Happiness
Siggi Ármann - Music for the Addicted

NBC - Drama
Singapore Sling - Taste the Blood of Singapore Sling
Amina - Animania
Ampop - My Delusions
Benni Hemm Hemm - - Benni Hemm Hemm
BJ Nilsen & Stilluppsteypa - Víkinga Brennivín
Bjarni Arason - Svíng
Bubbi Morthens - Ást
Guðjón Rúdolf - Þjóðsöngur
Hermigervill - Sleepwork
Hölt Hóra - Love Me Like You elskar mig
Jeff Who - Death Before Disco
Lokbrá - Army of Soundwaves
Maggi og KK - Fleiri ferðalög
Magnús Sigmundsson - Hljóð er nóttin
Megasukk - Hús datt
Mugison - Little Trip
Orri Harðar - Trú
Sadje - Activity
Schpilkas - So Long Sonya
Seabear - Singing Arc
Solla - Melodia
Stórsveit Nix Noltes - Orkídeur Hawaii

Erlent:

Antony and the Johnsons - I Am a Bird Now
Sufjan Stevens - Illinois
Animal Collective - Feels
Six Organs of Admittance - School of the Flower
Amadou & Mariam - Dimanche à Bamako
Fence - The Woolf
Devendra Banhart - Cripple Crow
The Hold Steady - Separation Sunday
Jack Rose - Kensington Blues
Asha Bhosle & Kronos Quartet - You've Stolen My Heart

Vashti Bunyan - Lookaftering
The Joggers - With a Cape and a Cane
Wilderness - Wilderness
My Morning Jacket - Z
The White Stripes - Get Behind Me Satan
Delia Gonzalez & Gavin Russom - Days of Mars
Kiss the Anus of a Black Cat - If The Sky Falls, We Shall Catch Larks
Engineers - Engineers
The Broken Family Band - Welcome Home Loser
Deerhoof - The Runners Four

13 & goD - 13 & goD
Acid Mothers Temple - SWR
Akron/Family - Akron/Family
Amandine - This is where our hearts collide
Architecture in Helsinki - In Case We Die
Arizona Amp and Alternator - Arizona Amp and Alternator
Black Mountain - Black Mountain
Boards of Canada - The Campfire Headphase
Boom Bip - Blue Eyed in the Red Room
Bonnie "Prince" Billy & Matt Sweeney - Superwolf
Boris - Akuma No Uta
Bright Eyes - I'm Wide Awake It's Morning
Broken Social Scene - Broken Social Scene
Buck 65 - This Right Here is Buck 65
Castanets - First Light's Freeze
Chad VanGaalen - Infiniheart
Charlottefield - How Long Are You Staying
Coccorosie - Noah's ark
Constantines - Tournament of Hearts
Daedelus - Exquisite Corpse
Dangerdoom - The Mouse and The Mask
Death Cab for Cutie - Plans
Death Vessel - Stay Close
Edan - Beauty and the Beat
Eels - Blinking Lights and Other Revelations
Electrelane - Axes
Esmerine - Aurora
Espers - The Weed Tree
Fiona Apple - Extraordinary Machine
Four Tet - Everything Ecstatic
Galatasaray - Boxing Camp for Blues Oriented Snack Heads
Iron & Wine & Calexico - In the Reins
Isolée - We Are Monster
Jackie-O Motherfucker - Flags of the Sacred Harp
Jana Hunter - Blank Unstaring Heirs of Doom
John Fahey - The Great Santa Barbara Oil Slick
Jomi Massage - Aloud
Josephine Foster - Hazel Eyes, I Will Lead You
Josh Martinez - Midriff Music
Josh Rouse - Nashville
Keith Fullerton Whitman - Multiples
Kelley Polar - Love Songs of the Hanging Gardens
Keren Ann - Nolita
Lightning Bolt - Hypermagic Mountain
Low - The Great Destroyer
Lucinda Williams - Live @ The Fillmore
M83 - Before the Dawn Heals Us
Mountain Goats - The Sunset Tree
Nada Surf - The Weight is a Gift
Neil Young - Prairie Wind
Okkervil River - Black Sheep Boy
Radar Brothers - The Fallen Leaf Pages
Ry Cooder - Chavez Ravine
Ryan Adams - 29
Sage Francis - A Healthy Distrust
Serena Maneesh - Serena Maneesh
Sinead O'Connor - Throw Down Your Arms
Smog - A River Ain't Too Much to Love
Tenement Halls - Knitting Needles & Bicycle Bells
The Boy Least Likely To - The Best Party Ever
The Clientele - Strange Geometry
The Coral - The Invisible Invasion
The Decemberists - Picaresque
The Editors - The Back Room
The Finches - Six Songs
The National - Alligator
The Skygreen Leopards - Life & Love in Sparrow's Meadow
The Walkabouts- Acetylene
Thee More Shallows - More Deep Cuts
Why - Elephant Eyelash
Wilco - Kicking Television- Live in Chicago
Windy and Carl - The Dream House
Wolf Parade - Apologies to the Queen Mary
Youth Pictures of Florence Henderson - Unnoticeable in a Tiny Town, Invisible in the City


Kostnaðarvitundin

Mér hefur lengi verið minnisstætt er Sighvatur Björgvinsson, sennilega einn versti heilbrigðisráðherra sem Íslendingar hafa átt, skipaði starfshóp 1991 sem vinna átti tillögur sem fallnar væru til að draga úr lyfjakostnaði innan heilbrigðiskerfisins eða í það minnsta að hægja á hækkun hans. Eitt af þeim heillaráðum sem Sighvatur og co (gleymum ekki Jóni Baldvin) bentu starfshópnum á að gera tillögu um var að "auka og efla kostnaðarvitund lækna og almennings með því m.a. að taka upp hlutfallsgreiðslu sjúklinga í lyfjakostnaði í stað fasts gjalds".

Þetta orð, "kostnaðarvitund", er dæmigert pólitískt klastur ("kratíska")sem ætlað var að breiða yfir það að almenningur varð að taka á sig æ stærri hluta lyfjakostnaðar, þ.e. þeir sem alla jafna stóðu verst að vígi, hinir sjúku, þurftu að borga meira en þeir hefðu annars gert án þess að hafa nokkra forsendu til að hafa áhrif á hvaða lyfjum þeim var ávísað.

Gott dæmi um kratísku eins og nefnd er hér að ofan er að finna í nýjum fjárveitingum til heilbrigðismála sem samþykkt voru vestan hafs rétt fyrir jól. Þar var samþykkt að auka kostnaðarþátttöku almennings og ná þannig fram sparnaði með því að a) fólk borgar meira og b) færri leita til læknis, en það kemur fram í fylgiskjölum að hækkunin sé meðal annars til þess fallin að fækka svo þeim sem leita til læknis að tæpir fimm milljarðar dala sparast á næstu fimm árum.

Helsti arkitekt tillagnanna, sem er repúblikani frá Texas, lét einmitt þau orð falla að hækkanir á kostnaðarhlutdeild láglaunafólks séu nauðsynlegar til að auka kostnaðarvitund og þar með ábyrgð hinna sjúku. Víða má finna krata ...


Jakobínarína og Mammút

Var að koma af Grand Rokk hvar Jakobínarína, Mammút og Hjálmar voru að spila. Upphaflega stóð til að sjá Mammút og Hjálma, en síðan bættist Jakobínarína óvænt við. Tónleikarnir áttu að byrja kl. 22:00, eða svo sagði Lalli í 12 tónum mér, en þegar komið var á staðinn kom í ljós að fjörið átti að byrja kl. 23:00 sem það og gerði.

Allur er þessi þreytti formáli ætlaður til að afsaka að ég sá ekki Hjálma eftir allt saman, enda voru þeir ekki byrjaðir að spila er ég fór af staðnum - eru kannski að byrja einmitt núna. Hið versta mál, en ég var búinn að lofa mér annað, þurfti að vera mættur þar kl. hálfeitt og því fór sem fór.

Jakobínarína verður bara betri og betri, hef ekki séð piltana í meira stuði í langan tíma þó sviðið á Grand rokk sé alltaf til trafala ef menn ætla að hreyfa sig mikið. Skildist á Tólftónamönnum að þeim hafi verið bætt á dagskrána í snatri þegar aðrir tónleikar voru felldir niður (Egótónleikar), en hingað hafði verið stefnt erlendum agentum að berja strákana augum. Agentarnir voru reyndar bara John Bestest og Dean, sem vinna fyrir Sigur Rós. John var hinn hressasti og ánægður með strákana eftir tónleikana, fannst þeir standa sig gríðarvel á sviði, sviðsframkoma í góðu lagi og hljóðfæraleikur til fyrirmyndar. Hann var aftur á móti ekki eins viss með lögin, fannst eins og þeir þryftu að leggja smá vinnu í þau og þá með aðstoð fagmanns.

Ágætur punktur svosem, en mér sýnist ekki eftir neinu að bíða - Jakobínarína myndi leggja Bretland að fótum sér.

Eins og ég sagði var ég komin á staðinn til að sjá Hjálma og Mammút og Mammút var næst á eftir Jakobínurínu.

Mammút byrjaði á breiðskífu í haust sem átti að koma út fyrir jól, en frestaði henni síðan fram á næsta ár. Sú ákvörðun verður eflaust til að gera plötuna enn betri, þó það sem ég hef heyrt með sveitinni á tónleikum undanfarið ár eða svo bendi til þess að þau séu meira en tilbúin í plötu. Tónleikarnir í kvöld voru einkar vel heppnaðir hjá Mammút og gaman að heyra hvernig lögin hafa öll verið meira og minna í þróun síðustu mánuði. Til að mynda er Miðnætursmetall orðinn að fullvaxta lagi, en var eiginlega vara stutt stemma þegar ég heyrði það fyrst. Mér finnst hljómborðskaflinn í því þó betri með aðeins bjargaðri tón, píanóhljómurinn er eiginlega of settlegur fyrir það, meira gaman af hljómurinn rífur aðeins í mann. Síðasta lagið heyrðist mér nýtt, mætti kallað það kúabjöllulagið í takt við sum lög önnur á dagskránni (gítarlagið, bassalagið).

Það er mikil heppni að hafa fengið að sjá tvær efnilegustu sveitir landsins á sömu tónleikunum og báðar í fantaformi. Að sama skapi er það óheppni að hafa ekki náð að sjá eina af bestu sveitunum. Veit ekki hvort fleiri tækifæri gefist til að sjá Hjálma í bili.


Svikin vara

Mér leið eins og ég hefði fengið svikna vöru í hendurnar þegar ég las fjölmiðlapistil Ólafs Teits Guðnasonar í Viðskiptablaðinu í dag því í stað þess að fjalla um fjölmiðla fjallaði hann um helsta áhugamál sitt, þ.e. reykingar á veitingastöðum. Ég skipti mér ekki af því að Ólafur Teitur skuli reykja, þó mér þyki óneitanlega flestir minni menn fyrir það að þeir skuli reykja, enda reykingar fyrst og fremst til marks um skort á viljaþreki. Hann vill þó gleyma því að frelsi hans til reykinga skerðir oft frelsi annarra til að vera í reyklausu umhverfi.

Ég sæki oft veitingastaði þar sem tónlist er leikin og hef vissulega ama af því að þurfa að vera þar í reykjarmekki, þó reykingamönnum hafi fækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Ég kenni iðulega í brjósti um þá listamenn sem ekki reykja en þurfa að troða upp í reykjarkófinu sem myndast á veitingstöðum þó yfirleitt reyki minnihuti gesta að ég best fæ séð. Eins kenni ég í brjósti um starfsfólk staðanna sem þarf að vera í reykjarkófi öll kvöld. Með þetta í huga finnst mér fáránlegt að leyfa reykingar á veitingastöðum og efast um dómgreind þeirra sem berjast gegn fyrirhuguðu banni. Verður þó að hafa í huga að margir þeirra sem andæfa banninu eru fíklar og illa færir um að taka yfirvegaða afstöðu um mál sem snerta fíkn þeirra.


Halldór vs. Gunnar

Sérkennileg umræða hefur kviknað um Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness og Nóbelsverðlaunaleysi Gunnars Gunnarssonar. Það lifir greinilega enn í gömlum kaldastríðsglæðum og aðstandendur Gunnars og gamlir hægrimenn eru ekki enn búnir að jafna sig á því að Halldór hafi fengið verðlaunin. Það sannast meðal annars á undarlegri yfirlýsingu stjórnar og forstöðumanns Gunnarsstofnunar í kvöld þar sem stendur: "Svo virðist sem skáldið hafi ekki verið metið af framlagi sínu til heimsbókmenntanna heldur hafi óréttmæt sjónarmið verið lögð til grundvallar við ákvörðun sænsku akademíunnar." (Sjá frétt mbl.is.)

Af framúrskarandi skemmtilegri grein Halldórs Guðmundssonar í Lesbókinni sl. laugardag (áskrifendur að kvoðunni smelli hér) mátti ráða að ástæðurnar fyrir því að Gunnar fékk ekki verðlaunin voru báðar býsna veigamiklar: a) Hann skrifaði ekki á íslensku og b) dálæti þýskra nasista á Gunnar var mönnum þyrnir í auga. Að því frátöldu að Gunnar var ekki eins merkur rithöfundur og Halldór finnst mér hvorug þessi ástæða óréttmæt þó ég trúi því ekki að Gunnar hafi verið handgenginn nasistum. Það að hann hafi ekki skrifað á íslensku finnst mér í sjálfu sér næg ástæða og mætti halda fram að það hefði verið gagnslítið fyrir íslenska tungu og menningu ef Gunnar hefði fengið verðlaunin.

Grótta sögunnar hefur líka gert sitt, malað Gunnar smátt en Halldór heldur sínu. Fyrir mitt leyti get ég ekki skilið hvernig menn geta haldið því fram í dag að Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness hafi verið álíka merkir rithöfundar, jafn mikil skáld. Víst skrifaði Gunnar góðar bækur sem sumar munu lifa. Ég las til að mynda mér til skemmtunar í vikunni þrjár bækur hans sem ég hef áður lesið og haft gaman af: Varg í véum, Sælir eru einfaldir og Ströndina. Af þeim þykir mér Ströndin best og býsna góð bók reyndar. Gunnar var góður rithöfundur, en hann seldi þjóðerni sitt fyrir súpudisk.


Greindarvísitala ritstj.

Sé að Fréttablaðið er enn með eindálkinn á síðu tvö þar sem "ritstj." kveinkar sér yfir því að blaðið megi ekki birta tölvupóst einstaklings útí bæ til varnar eigendum sínum en bætir við að það sé reyndar eiginlega búið að birta hann allan. Er ekki hægt að bæta í tilvonandi fjölmiðlafrumvarp klásúlu um lágmarksgreind "ritstj." blaða? (Þykir reyndar líklegt að undir þessari athugasemd, sem verður aulalegri eftir því sem hún er oftar birt, ætti frekar að standa "fréttaritstj.".)

Ætti kannski að taka fram að ég er orðinn afhuga því að rétt sé að setja frekari reglum um starfsemi fjölmiðla, sýnist að lélegir miðlar gangi sjálfir í sjóinn. Skilst á Ívari Páli vini mínum að ég sé orðinn óforbetranlegur minarchisti vegna þessarar kúvendingar.

(Óborganlegur myndatexti á mbl.is í gær: "Haukur Hólm fréttamaður á 365 ljósvakamiðlum tekur viðtal við Sigurjón M. Egilsson á 365 prentmiðlum." Sjá hér.)


Daníel rokkar

Sá Daníel Ágúst í gærkvöldi í Óperunni. Afskaplega vel heppnað hjá honum og mörg laganna af plötunni sá ég (heyrði?) í nýju ljósi. Sá hann líka á Airwaves, en þá var hann með playback og sviðið í Nasa er eðlilega ekki eins gott og í Óperunni. Nú var hann neð strengjasveit sem gaf öllu nýja vídd, en hann var líka með rafeindahljóð og sumar raddir á bandi. Ljósin voru mjög góð, en þó skreytimyndband sem varpað var á bak við lögin hafi komið mjög vel út á köflum þá dró það stundum athygli frá tónlistinni. Daníel var samt aðal, afslappaður og einlægur einn á miðju sviðinu með strengjasveitina til hliðar. Sérdeilis vel upp settir tónleikar og hann fór á kostum.

Mr. Silla, eða bara Sigurlaug Gísladóttir, hitað upp fyrir Danna og gerði það vel, enda efnileg í meira lagi. Hún er með einkar skemmtilega rödd og fullt af fínum hugmyndum, tónlistin naumhyggjuleg blanda af raftónlist (ódýrir trommutaktar) og frumstæðu rokki. Hún spilar Purple Rain betur en flestir og fór einnig mjög vel með gamla En Vogue-lagið Don't Let Go (Love), skilaði smávegis af örvæntingu og slatta af þrá. Mest gaman var samt að heyra hana syngja eigin lög.

Rass átti svo lokaorðið að þessu sinni, ein besta rokksveit landsins sem verður betri með hverjum tónleikunum. Síðasta lagið man ég ekki eftir að hafa heyrt með þeim áður, lengra og snúnara en flest það sem þeir annars buðu upp á. Gaman að heyra hvað Bóbó er liðtækjur gítarleikari, þó ekki sé mikið svigrúm fyrir hljóðfærafimleika í Rassrokkinu. Frábær hljómsveit.


« Fyrri síða

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband