Þriðjudagur, 16. maí 2006
Menningarbyltingin mikla
16. maí fyrir fjörutíu árum birtist í kínverskum blöðum yfirlýsing frá miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins sem hrinti af stað því sem kallað menningarbyltingin mikla í yfirlýsingunni, en hún var samin að undirlagi Jiang Qing, eiginkonu Maós Zedongs og með hans vitund og vilja.
Þessi yfirlýsing hrinti af stað mestu hörmungum sem gengið hafa yfir eina þjóð. Menningaryltingin var í raun leikur Maós í valdatafli innan kommúnistaflokksins, enda vildu menn þar skáka honum til hliðar eftir klúður í efnahagsmálum og óstjórn, meðal annar hvað varðaði framfarastökkið mikla svonefnda.
Menningarbyltingin hafði gríðarleg áhrif á kínverskt þjóðfélag, lamaði efnahagslíf meira og minna árum saman, tugmilljónir manna létu lífið vegna harðræðis, hungurs eða ofbeldisverka rauðu varðliðanna sem fóru um allt land og rændu og rupluðu á milli þess sem þeir börðu, niðurlægðu og myrtu þá sem þeim þótti ekki nógu byltingarsinnaðir. Ekki var bara að þeir gerðu fólki mein heldur eyðilögðu þeir ómælt af ómetanlegum fornminjum, listaverkum, bókum, hofum og sögufrægum byggingum.
Ekki er got að segja hvenær menningarbyltingunni lauk, en Maó náði að ganga milli bols of höfuðs á andstæðingum sínum og það var ekki fyrr en hann féll frá áratug síðar að hægt var brjóta "fjórmenningaklíkuna" á bak aftur.
Ég man það vel hve menn litu Maó og verk hans rómantískum augum, maðurinn var skáld og skrifaði hið merkilega Rauða kver sem allir áttu, allir sem ég þekkti í það minnsta, og allir lásu. Með tímanum kemur æ betur í ljós hvurslags maður hann var og þó ekki sé allt sannfærandi sem sagt er um hann í ævisögunni merkilegu sem þau skrifuðu Jung Chang og Jon Halliday (Mao: The Unknown Story) þá var hann býsna langt frá því að vera lausnarinn mikli eins og þeir héldu gjarnan fram félagar í eik(ml). Hvar eru þeir nú?
Þessi yfirlýsing hrinti af stað mestu hörmungum sem gengið hafa yfir eina þjóð. Menningaryltingin var í raun leikur Maós í valdatafli innan kommúnistaflokksins, enda vildu menn þar skáka honum til hliðar eftir klúður í efnahagsmálum og óstjórn, meðal annar hvað varðaði framfarastökkið mikla svonefnda.
Menningarbyltingin hafði gríðarleg áhrif á kínverskt þjóðfélag, lamaði efnahagslíf meira og minna árum saman, tugmilljónir manna létu lífið vegna harðræðis, hungurs eða ofbeldisverka rauðu varðliðanna sem fóru um allt land og rændu og rupluðu á milli þess sem þeir börðu, niðurlægðu og myrtu þá sem þeim þótti ekki nógu byltingarsinnaðir. Ekki var bara að þeir gerðu fólki mein heldur eyðilögðu þeir ómælt af ómetanlegum fornminjum, listaverkum, bókum, hofum og sögufrægum byggingum.
Ekki er got að segja hvenær menningarbyltingunni lauk, en Maó náði að ganga milli bols of höfuðs á andstæðingum sínum og það var ekki fyrr en hann féll frá áratug síðar að hægt var brjóta "fjórmenningaklíkuna" á bak aftur.
Ég man það vel hve menn litu Maó og verk hans rómantískum augum, maðurinn var skáld og skrifaði hið merkilega Rauða kver sem allir áttu, allir sem ég þekkti í það minnsta, og allir lásu. Með tímanum kemur æ betur í ljós hvurslags maður hann var og þó ekki sé allt sannfærandi sem sagt er um hann í ævisögunni merkilegu sem þau skrifuðu Jung Chang og Jon Halliday (Mao: The Unknown Story) þá var hann býsna langt frá því að vera lausnarinn mikli eins og þeir héldu gjarnan fram félagar í eik(ml). Hvar eru þeir nú?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 17.5.2006 kl. 12:37 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.