Össur og svifrykið

Sá gagnmerki stjórnmálamaður Össur Skarphéðinsson skrifar í Blaðið í dag um lagningu fyrirhugaðrar Sundabrautar og leggur eindregið til að hún verði sett í jarðgöng undir Elliðavog. Hann tínir til ýmis rök, mis-veigamikil, þar á meðal mengunina: "Lífríkið í Sundunum myndi í engu skaðast, og svifryksmengun yrði í lágmarki."

Ég geri ráð fyrir að svifryk það sem Össur nefnir sé sá hluti svifryks sem verður til við akstur á vegum, en magn slíks svifryks í andrúmslofti er eðlilega misjafnt eftir því hvar er mælt. Þegar mælt er við Miklubraut er svifryk sem rekja má beint til umferðar um 75% af svifryki, en ef mælt væri til að mynda á brú yfir Elliðavog væri hlutfallið hugsanlega annað, til að mynda væri jarðvegur mun hærra hlutfall en við Miklubraut (fjórðungur samkvæmt rannsókn sem birt er á síðu Umhverfisstofnunar, sjá hér).

Þau jarðgöng undir Elliðavog sem Össur nefnir í grein sinni eru ætluð bílum og af þeirri umferð mun skapast svifryk líkt og af annarri umferð. Hvað verður síðan um það svifryk? Ekki verður það eftir í göngunum, svo mikið er víst - því verður dælt út með annarri mengun sem myndast þar inni. Í stað þess að mengunin þynnist út í miklu loftrými mun hún því þyrlast út við enda ganganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband