Miðvikudagur, 17. maí 2006
Össur og svifrykið
Sá gagnmerki stjórnmálamaður Össur Skarphéðinsson skrifar í Blaðið í dag um lagningu fyrirhugaðrar Sundabrautar og leggur eindregið til að hún verði sett í jarðgöng undir Elliðavog. Hann tínir til ýmis rök, mis-veigamikil, þar á meðal mengunina: "Lífríkið í Sundunum myndi í engu skaðast, og svifryksmengun yrði í lágmarki."
Ég geri ráð fyrir að svifryk það sem Össur nefnir sé sá hluti svifryks sem verður til við akstur á vegum, en magn slíks svifryks í andrúmslofti er eðlilega misjafnt eftir því hvar er mælt. Þegar mælt er við Miklubraut er svifryk sem rekja má beint til umferðar um 75% af svifryki, en ef mælt væri til að mynda á brú yfir Elliðavog væri hlutfallið hugsanlega annað, til að mynda væri jarðvegur mun hærra hlutfall en við Miklubraut (fjórðungur samkvæmt rannsókn sem birt er á síðu Umhverfisstofnunar, sjá hér).
Þau jarðgöng undir Elliðavog sem Össur nefnir í grein sinni eru ætluð bílum og af þeirri umferð mun skapast svifryk líkt og af annarri umferð. Hvað verður síðan um það svifryk? Ekki verður það eftir í göngunum, svo mikið er víst - því verður dælt út með annarri mengun sem myndast þar inni. Í stað þess að mengunin þynnist út í miklu loftrými mun hún því þyrlast út við enda ganganna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.