Listin að græða

Aldraðir eru orðnir áberandi þrýstihópur í seinni tíð, bera sig aumlega vegna fjárskorts og ills aðbúnaðar. Gott ef menn voru ekki að spá í sérframboð aldraðra fyrir stuttu (bíddu við ... var það ekki Frjálslyndir?). Í því sambandi vill svo skemmtilega til að sú kynslóð aldraðra sem nú hefur hæst er einmitt sama kysnlóðin og græddi hvað mest á verðbólgunni á sínum tíma og, eins og fram kemur í grein Magnúsar Árna Skúlasonar í fasteignablaði Morgunblaðsins á morgun, græðir mest á þeirri verðhækkun á fasteignum sem orðið hefur síðustu árin.

Segja má tilfærsla hafi átt sér stað frá ungu fólki eldra fólks, þar sem fyrri hópurinn er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði og þarf einnig á stærra húsnæði að halda til framtíðar, en síðari hópurinn er að minnka við sig og getur því leyst töluvert eigið fé út úr fasteignum sínum og fjárfest í vaxtaberandi eignum eins og skuldabréfum. Þetta er því öfugt við það sem átti sér stað fyrir 1979 þegar sparifé eldra fólks brann upp og myndaði tilfærslu til þeirra er skulduðu vegna neikvæðra raunvaxta, sem er líklega sama kynslóð og nýtur góðs af hækkun húsnæðiverðs í dag.

Semsé: Þeir sem græddu á forfeðrum sínum græða nú á afkomendunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingveldur Róbertsdóttir

Heyr, heyr!

Ingveldur Róbertsdóttir, 7.6.2006 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 117724

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband