Hiphop rifjað upp

Tók til í tónlistarherberginu í vikunni og fyllti kassa af diskum til að gefa, sennileg í kringum 300 stykki - nennti ekki að telja þá. Megnið tónlist frá síðustu tveimur árum, óáhugavert dót, en líka plötur sem ég veit að ég á aldrei eftir að hlusta á aftur. Ástandið varð bærilegra þar inni fyrir vikið, engir staflar á gólfinu eða á borðum og þarf ekki að fjölga hillum nema um tvær til að koma öllu á sinn stað.

Hliðarverkan af slíkri tiltekt er að ýmislegt rifjast upp, nema hvað, og í framhaldinu hlustaði ég varla á annað en hiphop í nokkra daga. Margt eltist illa í þeim pakka en að sama skapi hljómaði annað betur en nokkru sinni. Eyedea lét til að mynda nokkuð á sjá, þó The Many Faces of Oliver Hart sé skemmtileg plata, en Hip Hop Wieners (All Beef, No Chicken) voru aftur á móti betri en mig hafði minnt.

Eftir þessa hlustunarrispu setti ég saman lista yfir nokkrar bestu (erlendu) hiphopskífur sem fengið hafa að hljóma í bílnum undanfarið (þar er hægt að spila hátt). Þær fá allar bestu meðmæli:

Hip Hop Wieners - All Beef, No Chicken

Buck 65 - Square, Secret House Against the World og Vertex - erfitt að gera upp á milli þeirra, enda mjög ólíkar plötur

Noah 23 - Quicksand. Neophyte Phenotype hefur ekki elst vel en á Quicksand eru frábær lög eins og Saw Palmetto, Banded Hairstreak (frábær útsetning) Crypto Sporidian og Resistance, það besta sem hann hefur gert; lesið uppátt: 

check the junglistic jibber jaw
at the drum and bass seminar
with the troubadour peep the metaphor
less is more when you're at the reservoir
glass half empty glass half full
keep your eyes out for the crystal skulls
rock the riddim with thoughts intelligent
carve my name in it on the wet cement

i triple the syllable with a titanium telescope
medicine vehicle then i defeated the simpletons
taking a chance on the nanobot bicycle
delegate melting your element into a vacuous nebula
gravity gripping up everything
retina spotting the obvious entity
coagulate caligula
boiling point gwan culminate
sustain the pulserate with a dubplate

Wu-Tang Clan - Enter The Wu-Tang - enn klassísk. Man enn hve geggjað var að heyra þessa plötu í desemberbyrjun 1993. Læt fylgja með þennan bút sem vakti ýmsar spurningar um tungumál og tjáningu. (Skýringar hér fyrir þá sem eiga erfitt með að hlusta á hiphop.)

GZA - Liquid Swords

Raekwon - Only Built 4 Cuban Linx - Næstbesta Wu-Tang platan

Disposable Heroes of Hiphoprisy - Hypocrisy Is the Greatest Luxury Frábærar línur í Famous and Dandy (Like Amos 'n' Andy):

My pockets are so empty I can feel my testicles
'cause I spent all my money on some plastic African necklaces
and I still don't know what the colors mean ...
RED, BLACK AND GREEN

Binary Star - Masters of the Universe

cLOUDDEAD - cLOUDDEAD - Óhlutbundin snilld.

Goats - Tricks of the Shade Do the Digs Dug? er spurt en fátt um svör. Sjá þó hér og hér (þið sem nennið ekki að smella: Pooka er persóna í leiknum sígilda Dig Dug, en birtingarmynd ævintýraverunnar púca (Pooka, Phooka, Phouka, Púka, Pwca) er meðal annars geit.

Aesop Rock - Float


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband