Lifrarbólgan er meinið

Algeng er sú alþýðuskýring að indverskir og kínverskir foreldrar séu svo sólgnir í pilta að þeir láti unnvörpum eyða stúlkufóstrum. Fyrir vikið sé ástandið svo slæmt í þessum löndum að mikill skortur sé á konum eins og nefnt er í þessari frétt sem hér er tengt við þar sem segir, eins og það sé löngu sannað og vitað mál: "Kvennafæð er vaxandi vandi á Indlandi þar sem fjöldi foreldra lætur eyða fóstrum sem eru kvenkyns, þar sem betra þykir að eignast dreng en stúlku."

Ýmislegt er við þessa setningu að athuga, meðal annars það að samkvæmt nýjum rannsóknum má skýra stærsta hluta mismunandi fjölda meyfæðinga og sveinfæðinga með lifrarbólgu. Í ljós hefur komið, meðal annars með því að rannsaka fæðingatölur frá því áður en fóstureyðingar urðu almennt mögulegar í þessum löndum, að fleiri drengir fæðast en stúlkur á þeim landsvæðum þar sem lifrarbólga B er landlæg. Sjá þannig rannsóknarniðurstöðu Emily Oster hjá Havard háskóla með því að smella hér. Ágæt grein um þetta líka í BusinessWeek Online.


mbl.is Eiginkonur leigðar út á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir góða linka þetta var fróðlegur lestur. Þetta er einmitt það sem svo oft gerist að ákveðinn hluti efnisins er dreginn fram sem síðan veldur auðveldlega misskilning eða mistúlkun.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.6.2006 kl. 16:55

2 identicon

Þetta þykir mér mjög undarleg færsla. „Lifrarbólgan er meinið“. Þetta minnir nánast á fullyrðingar nýnasista um að helförin hafi ekki átt sér stað. Á hverju ári eru tugir þúsunda stúlkna (ekki drengja) skildar eftir víðs vegar um Kína. Það eru til ótal heimildir um skelfileg mannréttindabrot gagnvart kínverskum stúlkubörnum. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið get ég sent þér langan heimildalista. Við sem höfum ættleidd stúlkubörn frá Kína erum því miður ekki í aðstöðu að geta spurt mæðurnar (eða feðurna) af hverju þau kusu að skilja nýfædd börn sín eftir. Við leitum samt skýringa og öflum okkur upplýsinga því þetta er saga barnanna okkar. Dóttir okkar er ein lítil eining í statístíkinni sem býr til það ójafnvægi sem þú lýsir, þ.e.a.s. að hlutfall drengja í heildarmyndinni sé mun hærra. Dóttir mín er ekki lifrarbólga. Það er ábyrgðarhlutur að skrifa svona. Mér sýnist henni Pálínu hér að ofan hafa dugað þessar skýringar þínar. Kannski situr Pálína einhvern tímann í kunningjahópi þegar talið berst að bágum aðstæðum kvenna og stúlkabarna í Kína. Þá verður hún kannski fljót að ýta þeirri umræðu út af borðinu með fullyrðingunni; „lifrarbólgan er meinið“.
Í Kína eru viðurlögin við að eignast „ósamþykkt“ barn skelfileg. Það er að vísu nokkuð mismunandi eftir fylkjum og sums staðar efnahag foreldra. Foreldrarnir horfast í augu við fangelsisvist og sektir sem nema margföldum árslaunum. Í ofanálag þurfa þau að standa allan straum af menntun barnsins og heilsugæslu.
Í sveitum Kína er á mörgum stöðum ástandið lítið betra en það var fyrir nokkrum öldum síðan. Rétt eins og hjá forfeðrunum er uxinn eina hjálpartækið á hrísgrjónaakrinum. Börnin eru eina vinnuaflið sem þau geta treyst á og þau eru líka ellilífeyrinn. Drengirnir vinna og taka við, sjá um foreldra sína í ellinni meðan stúlkurnar giftast í burtu. Það eru líka til margar heimildir fyrir því að það séu einmitt tengdaforeldrarnir sem setja ofurpressu á þessar mæður að ala fjölskyldunni dreng jafnvel losa sig við fjölda stúlkna áður en því takmarki er náð.
Nú hefur fjöldi íslendinga ættleitt stúlkubörn frá Kína (það er að vísu einn drengur meðal þeirra ca. 100 barna). Ég held að lang flestir þessara foreldra hafi sökkt sér í lestur og heimildaöfnum um fortíð og aðstæður barnanna þeirra í Kína. Fyrir vikið stöndum við í þeim erfiðu sporum að vilja helst úthrópa þessi mannréttindabrot fullum hálsi ...en getum við tekið afleiðingunum? Verður lokað á frekari ættleiðingar héðan. Ef ég skrifa þessa grein undir nafni á ég þá á hættu að mér og fjölskyldu minni verði ekki hleypt aftur inn í Kína? Væri ég að ógna hagmunum barna (og tilvonandi íslenskra foreldra þeirra) sem standa í sömu sporum og dóttir okkar áður en við fengum hana? En stóra spurningin er hvort viðskiptahagsmunir vesturveldana við Kína séu það miklir að þau treysti sér ekki í að setja alvöru pressu? Eitt er víst að Lifrarbólgan skýrir ekki þessar 100.000.000 stúlkna sem vantar inn í kínverskt samfélag. Kínversk stjórnvöld standa mjög vel að öllum málum er varða ættleiðingar þaðan. En allt málið er mjög vandræðalegt fyrir kínversk stjórnvöld og ef það er eitthvað sem einkennir kínverska stjórnsýslu þá er það að þeim er illa við það sem kalla má „loss of face“. Þessi hagfræðiprófessor við Harward sem skrifar greinina í Business Week hefur sennilega fengið nokkur prik fyrir þægilega söguskýringu fyrir kínversk stjórnvöld. Hann hefur eflaust eitthvað til sín máls en við megum ekki horfa fram hjá augljósum staðreyndum og skelfilegum mannréttindabrotum.

Faðir ættleiddrar stúlku og áhugamaður um Kína

Faðir ættleiddrar stúlku (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 117723

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband