Fimmtudagur, 3. maí 2007
Áttu eina svarta?
Ég fékk í hendur verkefni um daginn sem ég þarf að vinna í Makka. Ákvað því að kaupa mér vél, fartölvu, og eftir smá vangaveltur fann ég út að ég þyrfti vél með ca. 2 GHz örgjörva, um 100 GB hörðum disk og ekki minna en 1 GB í minni. Skjárinn mátti vera 13"-15". Ég hringdi því í Eplaumboðið og fékk samband við ráðgjafa:
Ég: Hæ. Ég var að spá í að kaupa mér fartölvu. Áttu vél með 2 GHz örgjörva eða meira, um 100 GB hörðum disk og 1-2 GB í minni. Skjárinn má vera þrettán til fimmtán tommur.
Ráðgjafinn: Þögn í smá stund svo: Hmm, ertu að meina svarta tölvu?
Ég: Eeee, mér er nú sama hvernig hún er á litinn, ef hún uppfyllir þetta. Áttu þannig vél á lager?
Ráðgjafinn: Já, við erum með svarta vél með 13,3" skjá. Bíddu, ég ætla að gefa þér samband niðrí búð.
---
Búðin: Halló.
Ég: Já, ég var að leita að 2 GHz vél með 1-2 GB í minni, 100 GB disk eða meira og 13,3" skjá.
Búðin: Ha, já, ertu að meina svarta tölvu?
Ég: Ja, mér er sama hvernig hún er á litinn. Eigið þið þannig vél á lager?
Búðin: Já, við eigum eina svarta.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli eplasalarnir séu ekki bara vanir því að fólk velji sér tæki eingögnu eftir hönnun og lit ? Held að meirihluti Makkaeigenda hafi ekki hugmynd um hvað er inni í kassanum hvort eð er.
LM, 3.5.2007 kl. 20:52
akkurat þetta er ástæðan fyrir því að ég nota EINGÖNGU pc(IBM) því að fólkið í apple búðinni virðist ekkert vita hvað það er að tala um....ekki vill ég versla mér vél þar sem fólkið virðist ekki vita NEITT um það sem það er að selja.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:07
Sagan er dásamleg! Hefði viljað vera fluga á vegg til að sjá svipinn á þér Ef ég hefði lesið þetta árið 1997 (síðasta Makka árið mitt) hefði ég haldið langa ræðu um yfirburði Makkans en það hefði líklega snúist um eitthvað allt annað en útlitið. Ég á þennan hlunk enn, niðri í bílskúr (tími ekki að henda honum). Það er frekar fyndið að bera hann saman við fartölvuna sem ég skrifa þetta á. En þegar markaðssetningin byrjaði aftur fyrir alvöru á Makka gekk það ekki hvað síst út á að selja fólki þá hugmynd að útlit og form ætti ekki síður að skipta máli þegar maður veldi tölvu heldur en sófasett. Greinilegt að svart er inn núna. Mig minnir að hvítt hafi verið inn þar á undan, voru ekki allir á Skjá einum alltaf með hvíta Makka í fanginu hvert sem þeir fóru að skjóta þætti?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:17
Sæll Árni
Snilld að lesa þetta. ástæðan fyrir þessu er sennilega sú að sú hvíta kemur með 80gb disk en sú svarta með 120gb disk beint frá Apple.
Hinsvegar myndi ég reyna að fá "þessa svörtu" með 2gb í minni ef það kostar ekki milljón. Svo er alltaf hægt að athuga með macbook pro
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:13
Held það sé meira að almennt hefur sölufólkið ekki meiri þekkingu. Ekki snúa því upp á notandan þó sölufólkið þekki það ekki betur.
Annars mæli ég með Ásgeiri sem er versluninni í kringlunni. Hann kann sitt fag.
Svo komið sé að hinum punktinum, þá er jú útlitið á makkanum gífurlega flott. Allt annað en þetta clunky dæmi hjá til að mynda IBM eða Dell.
En skammastu þín fyrir svona hleypidóma Árni!! ;)
kv,
Birgir
Birgir (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:36
hleypidóma? þarna fer fram hrein og bein frásögn af atburði sem átti sér stað og enginn dómur lagður. eða er ég að misskilja orðið hleypidómur? hmmm...
beta (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 14:08
Heldur LM, að þeir almennu tölvunotendur viti hvað sé inni í kassanum eins og
hann orðar það. Annars er Microsoft komið á tamp með sitt DOSkerfi sem er
orðið vel úrelt og lítil von með að hægt sé að skelja það lengra inn í framtíðina.
Annað mál er með þann grunn sem stýrikerfi Makkans er byggt á og á langa
lífdaga framundan.
Annars, veistu hver munurinn er á Bill Gates og Drottni Alsherjar? Jú Bill hefur
einungis yfir að ráða 0 og 1, en Drottin Alsherjar, ACGT.
Leifur Þorsteinsson, 4.5.2007 kl. 15:06
Rétt hjá þér beta. Hljóp þarna á mig. Það voru víst aðrir heldur en Árni sem dæmdu þessa frásögn. Afsakaðu Árni!
Leifur, bravó.
Mín reynsla af öðrum eplanotendum er sú að almennt er þekking þeirra ekkert betri heldur en glugga megin. Það er bara einfaldlega mikið erfiðara að klúðra eplakerfinu. Sökum betri grunnhönnunar.
Þú verður bara að deila með okkur hér hvernig þér líkar við kerfið til lengri tíma Árni. Hvort svona gullfallegri hönnun geti ekki fylgt ágætis kerfi ;)
Birgir
Birgir (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 15:32
Macbook kemur í þrem týpum, þær tvær minni og ódýrari eru hvítar og sú afkastamesta og dýrasta sem jafnframt er sú eina sem uppfyllir þessar kröfur er svört. Fólkið sem vinnur í bestu ávaxtabúð landsins hefur væntanlega gengið út frá því að þetta vissir þú, sem virðist ekki vera raunin.
Eplafrík (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 17:20
Þó svo ég sé nú yfirlístur anti-windows maður í einu og öllu, þá verð ég að benda á að það sem Leifur segir um "DOSKerfi Microsoft" er þvættingur. Það vita allir sem hafa einhvern áhuga/þekkingu á stýrikerfum að Windows fyrir almenna notendur hefur ekki verið byggt á DOS síðan windows 98 var og hét, Dave Cutler sem var keyptur ásamt fleirum frá Digital, og var aðal arkítekt VAX/VMS hannaði Windows NT frá grunni (þrátt fyrir að honum hafi verið vissar slæmar skorður settar af MS mönnum) og eru skv. minni bestu vitund öll Windows kerfi í dag byggð á þeim grunni.
Það breytir því auðvitað að ekki að a) liturinn skiptir máli, b) útlit á tölvum skiptir engu máli -- annaðhvort er tölvan macci, eða ekki sjáiði?
Hvað er annars næst Árni minn, verkefni sem snýst um iPod notkun ;-) hoho
Steinn E. Sigurðarson, 13.5.2007 kl. 01:16
Yfirlístur? Stundum hef ég áhyggjur af mér.
Steinn E. Sigurðarson, 13.5.2007 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.