Íslands versti vefur ...

ParísÞví hefur verið haldið fram að vefur Flugleiða sé dýrasti vefur Íslandssögunnar, þ.e. að meiri peningum hafi verið eytt í hann en nokkurn annan vef. Nú veit ég ekki hvort það er rétt að meira fé hafi farið í hann en aðra vefi en þar víst rétt að miklu hefur verið eytt í vefinn í gegnum tíðina og sorglegt að þeir peningar virðast hafa farið í að gera vefinn sem glæsilegastan, en minni peningur farið í að huga að notagildi hans.

Fyrir mörgum árum skrifaði ég bréf til vefstjóra Flugleiðavefsins og vottaði honum samúð yfir því að þurfa að stýra handónýtum vef og fékk það merkilega svar að vefurinn væri ekki síðri en aðrir flugfélagavefir. Sú staðhæfing var reyndar ekki rétt, til mun þægilegri vefsíður flugfélaga, en mjög skrýtið að metnaður Flugleiðamanna hafi ekki verið að vera með besta vefinn, heldur hafi þeir miðað starf sitt við að vera eins og hinir.

Síðan eru mörg ár liðin og enn er Flugleiðavefurinn óþægilegur og illskiljanlegur þó fyrirtækið heiti nú Icelandair. Eitt lítið dæmi um það er það ef maður vill komast að því hvernig háttað sé flugi til Parísar. Nú hefði maður haldið að besta leiðin til þess sé að smella á "Áfangastaðir" á forsíðu og síðan á parís. Þar er tengill sem heitir Flugáætlun. Þá kemur aftur á móti upp leitargluggi (!) þar sem ætlast er til að maður velji áfangastað þó smellt hafi verið á tengilinn Flugáætlun frá Parísarsíðu vefsins sem er innan um fyrirbæri eins og "Almennt um París", "Hótel í París" og "Hvað er að gerast?".

Ef maður síðan velur París sem áfangastað í leitaglugganum þarf maður líka að vita hvaða daga er flogið til Parísar því ef valinn er dagur sem ekki er flogið kemur upp síða með skilaboðunum:

"Icelandair fljúga ekki milli þessara borga. Ekki er hægt að panta flug með öðrum flugfélögum eingöngu. Það þarf að vera a.m.k. eitt flug með Icelandair til að halda áfram bókun. (9100)"

Geggjað ekki satt? Nú segir kannski einhver: "Ef ég veit hvaða daga flogið er til Parísar þarf ég ekki að gá að því." - Nokkuð til í því, en þeir sem ekki vita hvaða daga flogið er til Parísar geta svosem komist að því að vefsíðunni með því að sækja PDF-skjal með flugáætlun félagsins.

Til stóð að kanna flug í apríl. Þegar þetta er skrifað, 17. mars, er enn vetur (sumardagurinn fyrsti er 20. apríl). Þegar "Vetraráætlun Icelandair 2005 - 2006 á pdf formi" er sótt kemur aftur á móti í ljós að hún nær aðeins til 25. mars (hvergi getið um það). Þá er ekki annað að gera en sækja "Sumaráætlun Icelandair 2006".

Í ljós kemur að "Sumaráætlun Icelandair 2006" er á ensku (vetraráætlunin reyndar líka) og þarf smá þekkingu til að átta sig á að talnarunan sem stendur á undan orðinu Nonstop í áætluninni þýðir hvaða daga er flogið og hjá Icelandair byrjar vikan á mánudegi (þ.e. 1 = mánudagur, 2 = þriðjudagur o.s.frv.). Þetta má sjá ef menn byrja að lesa neðstu línu í næstsíðustu og síðustu síðu í skjalinu ("Days: 1=Monday, 2= Tuesday, 3=Wednesday," stendur á 14. síðu, "4=Thursday, 5=Friday, 6=Saturday, 7=Sunday" stendur á 15. síðu).

Ég hef ekki svar við því hvers vegna jafn stórt fyrirtæki og Icelandair sem hefur væntanlega á að skipa netdeild (get ekki aflað upplýsinga um það hvort slíkt deild er til og hvað margir vinna þar - ef smellt er á tengil við "Grunnupplýsingar um félagið, stærð og starfsemi, rekstur og starfsmenn" kemur upp "Síðan sem þú baðst um finnst því miður ekki...") getur ekki komið svo einföldum upplýsingum sem flugáætlun í nothæfan gagnagrunn (pdf-skjal er heldur hallærislegt sem einu almennilegu upplýsingarnar anno 2006). Hugsanlega felst það að einhverju leyti í því að metnaður manna þar á bæ er ekki að vera bestir, heldur að vera ekki verri en hinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er athugasemd.

Ingvar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 27.3.2006 kl. 13:30

2 identicon

Eg verd tho ad segja ad birting leitarnidurstadna er til fyrirmyndar - th.e.a.s. ad thaer eru birtar i "matrix"-u fyrir mismunandi brottfarar- og heimkomudaga. Thad er eitthvad sem onnur flugfelog maettu taka ser til fyrirmyndar. Fyrir thetta eitt fyrirgef eg Icelandair allar adrar vefsyndir.

Indridi (IP-tala skráð) 31.3.2006 kl. 21:21

3 identicon

"Ísland - þar sem skást er best."
- Börkur Arnarson

Halli (IP-tala skráð) 1.4.2006 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband