Miðvikudagur, 6. september 2006
Tónlist er ómeðvituð talning
Í bréfi sem Gottfried Leibniz skrifaði Christian Goldbach vini sínum 27. apríl 1712 varpaði hann fram þeirri tilgátu að sú sæla sem skapast af því að hlusta á tónlist sé í raun sælan af því að telja óafvitandi - tónlist sé ómeðvituð talning.
Þetta rímar við allar gerðir tónlistar þegar grannt er skoðað, enda felur hún í sér ýmist takt eða taktleysi og ótal tilbrigði við það. Gott dæmi er kajagum-tónlist frá Kóreu sem er með svo torræðum takti að spennan sem felst í að greina takt eða taktleysi gerir að verkum að maður hlustar dolfallinn.
Í nýrri bók, This Is Your Brain on Music, eftir Daniel J. Levitin er þessi tilgáta síðan sönnuð með því að fylgjast með heilastarfsemi fólks sem hlustaði á tónlist. Að sögn Levitins mátti sjá á starfsemi heilahnykils viðkomandi að hann var að fylgjast með taktinum hvort sem hann vissi af því eða ekki og síðan að þar spratt fram ánægjutilfinning við taktbreytingar.
Í ljósi þess að heilahnykillinn gegnir veigamiklu hlutverki í líkamshreyfingu, meðal annars í samhæfingu hreyfinga, kemur varla á óvart að flestir eiga erfitt með að hemja sig undir grípandi takti og standa sig jafnvel að því að slá taktinn sér þvert um geð.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Vísindi og fræði, Bækur | Breytt 14.9.2006 kl. 07:54 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Iss, þetta gengur þvert á mína tilgátu þar sem hún hefur ekkert með talningu að gera - gef ég þ.a.l. lítið fyrir þetta. Vel má vera að fólk sýni sælumerki þegar það pikkar upp taktinn, en það er aukaatriði; allir nikka taktinn, en það sem gerist þá er að einn af fjórum grunn-ánægjuþáttunum veldur því að fólk finnur gleðina í músík. Þeir eru melódía, keyrsla, grúv og loks persónulegar ástæður (sem oft ganga gegn röksemi fyrstu þáttanna þriggja. Taktur einn og sér er ekki nóg til að fólk verði ánægt með músík. Mér finnst þetta einkennilegur málflutningur og til þess fallinn að slá ryki í augu fólks, því takturinn fellur aðeins undir einn hinna fjögurra þátta, grúvið, en er ekki allt heila skemað einn og sér. Fráleit fjarstæða, eflaust véluð upp til að selja trommusett og plötur með Shelly Manne og DJ Shadow (sem eru á hinn bóginn toppmenn, auðvitað). Vituð þér enn, eða hvað?!
Jón Agnar Ólason, 10.9.2006 kl. 14:01
Mér fannst það nú frekar fagnaðarefni að skila loks hvers vegna þú dáir Depeche Mode.
Árni Matthíasson , 10.9.2006 kl. 22:31
Touché ... ég er svo skemmtilega skemmdur.
Jón Agnar Ólason, 11.9.2006 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.