Franskur metall

GojiraRétt að bæta við á Airwaves-listann frönsku rokksveitinni Gojira sem er hreint mögnuð. Hef mikið hlustað á nýja plötu hennar undanfarið, From Mars to Sirius.

Gojira er upp runnin í bílskúr skammt frá Bayonne fyrir um áratug, stofnuð af bræðrunum Joe og Mario Duplantier, sá fyrrnefndi spilar á gítar og syngur en sá síðarnefndi á trommur. Síðar slógust í hópinn Jean-Michel Labadie sem spilar á bassa og Christian Andreu á gítar.

Sveitin byrjaði undir nafninu Godzilla, en skipti um nafn skömmu áður en fyrsta platan kom út, en nýtt nafn, Gojira, segja þeir að sé japönskun á Godzilla.

Sveitin hefur verið iðin við spilamennsku heima í Frakklandi og plötur hennar hafa selst prýðilega að sögn. Fyrst kom út Terra Incognito, þá The Link og nú síðast From Mars to Sirius, sem kom út í Frakklandi í fyrra en er nú fyrst að koma út víðar um heim.

Gojira er býsna þung sveit, svolítið gamaldags en afskaplega skemmtileg og góðir sprettir hjá söngvara og trommuleikara sérstaklega. Hægt er að hlusta á allar plötur sveitarinnar á vefsetri hennar, www.gojira-music.com/. Mæli sérstaklega með Ocean Planet og From the Sky af nýju plötunni - það síðarnefnda er geggjað lag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband