Leynilíf orðanna

Secret Life of WordsÞá komst maður loks í gang á kvikmyndahátíð - sá í gærkvöldi myndina Leynilíf orðanna, La vida secreta de las palabras, eftir Isabel Coixet. Mjög áhrifamikil mynd þó ekki sé hún gallalaus. Undir lokin ræðir söguhetjan Josef, sem Tim Robbins leikur, við Julie Christie sem er í hlutverki Inge, forstöðumanns, alþjóðastofnunar sem hjálpar fórnarlömbum pyntinga. Þau eru að ræða um hjúkrunarkonuna Hönnu, sem Sarah Polley leikur, sem sinnti Robbins eftir alvarlegt slys. Í því samtali segir Cristie Robbins að það versta sem fórnarlömb þjóðernishreinsana og gegndarlauss ofbeldis í Balkanskagastríðum þurfi að glíma við, en Hanna var hart leikin af löndum sínum, sé skömmin yfir því að hafa komist að.

Primo LeviÞetta rímar vel við það sem ítalski rithöfundurinn Primo Levi segir í bókinn I sommersi ei salvati, The Drowned and the Saved, sem var síðasta bókin sem hann lauk við og kom út 1986. Í þriðja kafla bókarinnar, Skömm, segir hann frá því hve erfitt það reyndist mörgum að hafa komist af og hve margir hafi svipt sig lífi eftir að hafa verið bjargað úr fanga- eða útrýmingarbúðum Þjóðverja. Eins og Levi orðaði það þá áttuðu menn sig þá fyrst á niðurlægingunni þegar henni lauk, og margir áttu erfitt með að horfast í augu við sjálfa sig. Hann ræðir einnig um þá tilfinningu að einhver annar hefði frekar átt að lifa af "hvert okkar [...] hefur tekið sess nágranna síns og lifir í hans stað".

Að mati Levis voru það aðeins hinir verstu sem lifðu hörmungarnar af, hinir sjálfselsku, svikulu, eigingjörnu, fláráðu komust af en hinir göfugu, góðu, hughraustu fórust, drukknuðu. Þeir sem fórust voru þeir einu sem þekktu til fullnustu hörmungar útrýmingarbúðanna og voru fyrir vikið ófærir um að segja frá reynslu sinni.

Eins og Levi lýsti því átti hann sífellt erfiðara með að sætta sig við að hafa komist af þegar svo margir létust, sektarkenndin varð æ sterkari eftir því sem hann lifði lengur. Enn deila menn um það hvort það hafi verið sektin sem varð til þess að hann stytti sér aldur 11. apríl 1987 í stigaganginum heima hjá sér eða hvort hann hafi fallið fyrir slysni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband