Þriðjudagur, 10. október 2006
Bono er handbendi djöfulsins!
Í húsi föður míns eru margar vistarverur, er haft eftir Jesú Jósepssyni í Jóhanesarguðspjalli. Það sannast vel vestan hafs þó sumar af þeim vistarverum séu líkari fóðruðum klefum. Dæmi þar um er Stephen Baldvin, bróðir leikarans Alec Baldvin, en Stephen reyndi fyrir sér í Hollywood um tíma, eða þar til hann "endurfæddist" í guðstrú eftir árásirnar á tvíturnana 11. september 2001.
Stephen fer nú um Bandaríkin og kallar ungmenni til liðs við sig og Krist - heldur skemmtanir þar sem skeitarar sýna listir í nafni Krists, selur Jesúboli og Jesúhúfur og prédikar, á stundum mjög skrautlega. Sjálfsævisaga hans, The Unusual Suspect, hefur selst vel en í henni heldur hann því meðal annars fram að frjáls vilji sé verkfæri djöfulsins sem hafi menn eins og Bono að handbendi. Baldvin telur að Bono eigi að eyða tíma sínum í að boða trúna á MTV, en láta Guð sjá um skuldstöðu Afríkuríkja, enda sé tilgangslaust að bæta hag fólks ef það trúi ekki á Jesú eins og hann lýsir svo snyrtilega í viðtali í tímaritinu Radar:
The problem I have is this: Let's say those poor people in those poor countries are relieved of their debt, but they don't know Jesus. Okay, so their life's more comfortable, but then what happens, according to the Bible? You tell me what the point of that is.
Þrátt fyrir allt telur Stephen Baldvin að Bono eigi vísa himnavist, enda sé ekki ástæða til að efast um trúarsannfæringu hans. Hann fær þó ekki eins góðar viðtökur og George Bush:
Oh, he's going to have a nice room in Heaven, Georgie is.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Bloggar | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.