Mánudagur, 7. apríl 2008
Trommur og byssur
Bandaríska rokksveitin Low kom hingað í þriðja sinn í liðinni viku og spilaði á Nasa. Fyrstu tónleikar sveitarinnar voru hér haustið 1999 í Háskólabíói þar sem hún hitaði upp fyrir Sigur Rós. Það voru ævintýralegir tónleikar fannst mér, byggðir að mestu á þeirri frábæru plötu Secret Name, en í ferðinni lék sveitin líka á Akureyri ef ég man rétt.
Næst fékkst færi að sjá Low í Nasa í nóvember 1999, en þá var skífan Things We Lost in the Fire í hávegum, þá nýútkomin, en með flutu svo frábær lög sem Smiths-slagarinn Last Night I Dreamt That Somebody Loved Me og Starfire og I Remember af Secret Name og svo jólalagið One Special Gift af jólaplötunni frábæru Christmas sem kom út um það leyti sem sveitin kom hingað.
Alan Sparhawk kom svo hingað 2003, enn um haust, og hélt sólótónleika í Listasafni Reykjavíkur með aðstoð liðsmanna Hudson Wayne og Kimono. Um það leyti glímdi hann við þunglyndi og í stað einkunnarorðanna Bíðið og vonið sem svo einkenndi fyrri skífur Low dró fyrir sólu sem heyra má á síðustu breiðskífur sveitarinnar Guns and Drums, sem kom út sl. vor og var svo mikil kúvending að gagnrýnendur vissu hvorki í þennan heim né annan. Ekki er bara að textarnir séu myrkir og dapurlegir, sungið er um stríðið hörmulega í Írak, heldur er lítið um hefðbundinn hljóðfæraleik, en þess meira af rafeindahljóðum, hvískri og braki.
Í þriðja sinn lék Low svo á Íslandi í Nasa, eins og áður er getið, sl. föstudagkvöld. Getur nærri að menn hafi beðið spenntir að sjá sveitina aftur því eins mátti búast við að hún træði upp með fartölvur í stað hljóðfæra miðað við síðustu skífu. Það var því ákveðinn léttir þegar þau mættu á svið með gítar, bassa og trommur, en Sparhawk nýtti sér líka tölvur eftir því sem honum þótti þurfa.
Fyrsta lag tónleikanna var hreint ótrúlega mögnuð útgáfa af Sandinista af Drums and Guns, rafeindahljóð og gítar úr hljóðsmala lögðu grunninn að hrífandi og um leið hrollvekjandi flutningi: "Where would you go if the gun fell in your hands? / Home to the kids or to sympathetic friends?"
Fleiri lög hljómuðu af Drums and Guns; Belarus, Dragonfly og Murderer svo dæmi séu tekin, frábærlega flutt og í talsvert frábrugðnum búningi en á plötunni, þó þau hafi svosem verið auðþekkjanleg flest. Alla jafna fannst mér meiri þungi og spenna í nýju lögunum og góðkunningjar af fyrri skífum stóðust nýju lögunum ekki snúning þó góð væru.
Undir lokin var glasaglaumur og skvaldur komið á það stig að spillti nokkuð fyrir, en álíka gerðist á Nasa-tónleikum Low 2001. Ef svo fer að Alan Sparhawk og Mimi Parker koma aftur hingað til lands þá legg ég til að þeim verði fenginn betri staður til að spila á, til að mynda Fríkirkjan - það yrðu magnaðir tónleikar.
Björg Sveinsdóttir tók myndirnar.
Næst fékkst færi að sjá Low í Nasa í nóvember 1999, en þá var skífan Things We Lost in the Fire í hávegum, þá nýútkomin, en með flutu svo frábær lög sem Smiths-slagarinn Last Night I Dreamt That Somebody Loved Me og Starfire og I Remember af Secret Name og svo jólalagið One Special Gift af jólaplötunni frábæru Christmas sem kom út um það leyti sem sveitin kom hingað.
Alan Sparhawk kom svo hingað 2003, enn um haust, og hélt sólótónleika í Listasafni Reykjavíkur með aðstoð liðsmanna Hudson Wayne og Kimono. Um það leyti glímdi hann við þunglyndi og í stað einkunnarorðanna Bíðið og vonið sem svo einkenndi fyrri skífur Low dró fyrir sólu sem heyra má á síðustu breiðskífur sveitarinnar Guns and Drums, sem kom út sl. vor og var svo mikil kúvending að gagnrýnendur vissu hvorki í þennan heim né annan. Ekki er bara að textarnir séu myrkir og dapurlegir, sungið er um stríðið hörmulega í Írak, heldur er lítið um hefðbundinn hljóðfæraleik, en þess meira af rafeindahljóðum, hvískri og braki.
Í þriðja sinn lék Low svo á Íslandi í Nasa, eins og áður er getið, sl. föstudagkvöld. Getur nærri að menn hafi beðið spenntir að sjá sveitina aftur því eins mátti búast við að hún træði upp með fartölvur í stað hljóðfæra miðað við síðustu skífu. Það var því ákveðinn léttir þegar þau mættu á svið með gítar, bassa og trommur, en Sparhawk nýtti sér líka tölvur eftir því sem honum þótti þurfa.
Fyrsta lag tónleikanna var hreint ótrúlega mögnuð útgáfa af Sandinista af Drums and Guns, rafeindahljóð og gítar úr hljóðsmala lögðu grunninn að hrífandi og um leið hrollvekjandi flutningi: "Where would you go if the gun fell in your hands? / Home to the kids or to sympathetic friends?"
Fleiri lög hljómuðu af Drums and Guns; Belarus, Dragonfly og Murderer svo dæmi séu tekin, frábærlega flutt og í talsvert frábrugðnum búningi en á plötunni, þó þau hafi svosem verið auðþekkjanleg flest. Alla jafna fannst mér meiri þungi og spenna í nýju lögunum og góðkunningjar af fyrri skífum stóðust nýju lögunum ekki snúning þó góð væru.
Undir lokin var glasaglaumur og skvaldur komið á það stig að spillti nokkuð fyrir, en álíka gerðist á Nasa-tónleikum Low 2001. Ef svo fer að Alan Sparhawk og Mimi Parker koma aftur hingað til lands þá legg ég til að þeim verði fenginn betri staður til að spila á, til að mynda Fríkirkjan - það yrðu magnaðir tónleikar.
Björg Sveinsdóttir tók myndirnar.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 8.4.2008 kl. 08:08 | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.