Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Tölfræðileg ósannindi
Fyrirsögn þessarar fréttar er gott dæmi um það hvernig villa má fyrir fólki með réttu orðavali. Það þarf nefnilega að lesa aðeins lengra þar til kemur í ljós að það er ekki rétt að útstreymi gróðurhúsalofttegunda hjá Alcan hafi minnkað sl. sextán ár, það hefur nefnilega aukist nokkuð á þessum tíma.
Þessi frétt er liður í kosningabaráttu vegna fyrirhugaðrar stækkunar Alcan sem Lúðvík Geirsson og umhverfssóðagengi hans (les: Samfylkingin) hefur þegar samþykkt fyrir sitt leyti. Það má vel vera að útstreymi gróðurhúsalofttegunda hjá Alcan hafi minnkað verulega á 16 árum, jafnvel um 70% eins og haldið er fram í fréttinni, en það er útstreymi fyrir hvert framleitt tonn áls. Þegar svo litið er til þess að framleiðsla álversins hefur aukist um 80% á þessum sextán árum, var 100.000 tonn 1990 og er 180.000 tonn núna, gefur augaleið að útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna álversins í Straumsvík hefur aukist, ekki minnkað. (Það væru svo gaman að vita hvers vegna miðað er við árið 1990, eiga Alcan-menn ekki eldri tölur?)
Sé rýnt í tölur um um hlutfall álversins í Straumsvík sem hlutfall af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi má líka greina aukninguna, því frá 1990 hefur verið stöðug aukning losnunar gróðurhúsalofttegunda hér á landi, úr 3.282.000 tonnum 1990 í 3.631.000 tonn 2004 (skv. tölum Umhverfisstofnunar), og hlutfall álversins í þeirri losun hefur verið nokkuð stöðugt frá 1998 - er meira að segja meira í dag en það var 1993 til 1999 þrátt fyrir "öfluga umhverfisstjórnun" Alcan-manna.
Menn geta síðan skemmt sér við að reikna hverju 280 þúsund tonna framleiðsluaukningu á ári á eftir að skila. Að ekki sé talað um ef geðveikislegustu hugmyndir Alcan-manna og Lúðvíks álgreifa Geirssonar verða að veruleika - allt að 460 þúsund tonna ársframleiðsla! Ef teknar eru tölur frá Alcan-mönnum, 47 kíló af flúorkolefnum á tonn ("algengt er að útstreymi vegna framleiðslunnar sé um 47 kg á tonn"), þá hyggjast Alcan-menn dæla út yfir Hafnfirðinga ríflega 21.000 tonnum af flúorkolefnum á ári, en þess má geta að flúorkolefni eru margfalt virkari gróðurhúsalofttegund en koltvíildi. Geri aðrir betur!
(Til gamans má nefna að glærurnar sem Guðrún Þóra Magnúsdóttir, "leiðtogi umhverfismála hjá Alcan" notaði á á fundi hjá Samtökum atvinnulífsins um útstreymi frá álverum á Íslandi í vikunni, og hér er vitnað til, eru nánast þær sömu og Hildur Atladóttir notaði á Umhverfisþingi 2005. Alcan sýnir hugmyndaflug í endurvinnslu ...)
Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hjá Alcan minnkað um 70% á 16 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má vel vera að útstreymi gróðurhúsalofttegunda hjá Alcan hafi minnkað verulega á 16 árum, jafnvel um 70% eins og haldið er fram í fréttinni, en það er útstreymi fyrir hvert framleitt tonn áls. Þegar svo litið er til þess að framleiðsla álversins hefur aukist um 80% á þessum sextán árum, var 100.000 tonn 1990 og er 180.000 tonn núna, gefur augaleið að útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna álversins í Straumsvík hefur aukist, ekki minnkað.
Þessi fullyrðing ekki alveg rétt. Ég hef ekki mikið vit á mælieiningum fyrir því hvernig útstreymið er mælt, né hvað er mikið og hvað er lítið en til hægðarauka skulum við segja að 1990 hafi útstreymið hafi verið ein einining per tonn árið 1990. Þannig að þá hefur útstreymið verið 100.000 einingar. 2006 hefur útstreymið minnkað um 70% per tonn þannig að árið 2006 er útstreymið 0,3 einingar per tonn. Framleiðslan er hinsvegar orðin 180.000 tonn sem gera 180.000 * 0,3 = 54.000 einingar alls í útstreymi, sem er 46% minna en 1990 þó svo að framleiðslan hafi aukist um 80%.
j (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.