Enginn mannvinur

Alexander SolzhenítsynMario Vargas Llosa skrifaði um Alexander Solzhenítsyn í El Comercio sl. laugardag og nefndi að hann hefði verið eins og spámaður í Gamla testamentinu. Fín samlíking í sjálfu sér því spámenn Gamla testamentisins voru alla jafna að spá vel fyrir sanntrúuðum og innvígðum en illa fyrir öllum öðrum; þeir voru engir mannvinir.

Sama má segja um Solzhenítsyn - hann var ekki mannvinur og síst af öllu einlægur baráttumaður fyrir einstaklingsfrelsi eins og menn héldu fram á Vesturlöndum (og ekki síst í Morgunblaðinu).

Solzhenítsyn má eiga það að hann barðist gegn kúgun eftir að hafa verið brýndur til þess með Gúlagdvöl. Hann fletti ofan af illvirkjum Stalíns, sem ekki er hægt að kalla annað en glæpi gegn mannkyninu, og sýndi mikið hugrekki í þeirri baráttu. Hann var þó ekki að berjast fyrir frelsi heldur rússneskri þjóðernishyggju og alræði réttrúnaraðkirkjunnar og ekki síst að berjast gegn gyðingum, enda kenndi hann þeim um rússnesku byltinguna.

Að mínu viti átti hann ekki skilið að fá Nóbelsverðlaunin - það á ekki að verðlauna menn sem sá hatri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Vissulega galt hann það dýru verði að kalla Stalín "manninn með yfirvarskeggið" -og þvílík móðgun; ekki vildum við hafa þurft að sitja inni hálfa ævina fyrir að hafa minnst á "manninn með krullurnar" í einkabréfi.

Það er samt svo rétt að þegar til Vesturlanda var komið reyndist hann ekki það "krútt" sem allir höfðu vonast til að hann væri, enda afturhaldsseggur hinn mesti og annað þaðan af verra, eins og þú lýsir vel hér að ofan.  Mannvinur verður hann seint kallaður og afstaða hans til gyðinga kemur best fram í bókum hans, þar sem þeir voru hreinlega ósýnilegir, þó að aðrar heimildir lýsi því glögglega að margir þeirra sem gerðu honum lífið hvað bærilegast og stóðu hvað best með honum í fangabúðunum -og seinna- voru einmitt gyðingar.

Hvort að heiftin og harkan, sem hann losnaði aldrei við, voru honum í blóð bornar eða afleiðingar af því sem fyrir hann kom, fáum við varla á hreint úr þessu. 

En flottur pistill hjá þér Árni og sammála því sem þar stendur. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 05:19

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það gleður mig mjög Árni að þú sér nákvæmlega sammála mér. Ég skrifaði grafskrift um Solzhenitsyn á bloggi mínu um daginn http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/607670/ og komst að sömu niðurstöðu.  Ég sá síðar minningargrein eftir Hannes Hólmstein, þar sem gamla lofið úr Mogganum var enn í gangi.

Hins vegar eru hatursræður Vargas Llosa gegn Ísrael og gyðingum heldur ekki til fyrirmyndar og þetta rugl um spámenn Gamla-testamentisins er oft sett fram af vinstri mönnum, án þess að þeir vit nokkurn skapaðan hlut um spámennina. Nú er Varga Llosa búinn að skauta frá Fidel til Frjálsyggjunar eins og svo margir, en á enn bágt með sig þegar kemur að Ísrael. Það er bara rótgróðið hatur eins og hjá  Solzhenitsyn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.8.2008 kl. 07:56

3 identicon

Sammála niðurstöðunni þinni í þessum pistli.

Ég hef svolítið velt fyrir mér í kringum fréttir af dauða hans hvernig hann er einhvern veginn sveipaður dýrðarljóma í minningunni. Þegar ég velti fyrir mér af hverju þá átta ég mig á því hversu mikil áhrif fréttirnar (m.a. í Mogganum) höfðu á fólk eins og foreldra mína. Ég á mínum yngri árum hlusta síðan á samtöl mömmu og pabba og fæ einhverja mynd af honum, sem eins og þú bendir réttilega á, hefur verið fegruð langt umfram það sem tilefni var til. Svo lifir þetta einhvern veginn með manni.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband