Sherlock Holmes snýr aftur

The Italian Secretary eftir Caleb Carr, Little, Brown gaf út í ágúst 2005. 278 síður innbundin. Keypt í Máli og menningu.

Þar sem Arthur Conyan Doyle sat og lét sér leiðast sem ungur læknir byrjaði hann að skrifa sögur af einkaspæjaranum Sherlock Holmes og hlaut fyrir heimfrægð, ríkidæmi og aðalstign.

Þó Doyle hafi skrifað fjórar skáldsögur og 56 smásögur um Holmes og Watson félaga hans hafði hann aldrei mikið álit á þessari sköpun sinni og var hirðulaus um margt. Hann var til að mynda ekki viss um hvar kúlan hefði eiginlega lent í Watson í Afganistan, húr fór á milli staða í sögunum, og kona Watsons, Mary Morstan, söguhetja úr Sign of the Four, hvarf óforvarandis og ný ónefnd kom í staðinn eftir stutt hlé. Allar slíkir smágallar skipta þó ekki miklu, en verra var að Holmes var sífellt að nefna mál sem hann hafði glímt við en heimurinn væri ekki reiðubúinn að heyra af, til að mynda risarottunni frá Súmatra, ævintýrum Patterson-fjölskyldunnar á eynni Uffa og af ítalska ritaranum. Þá koma til bjargar höfundar eins og Caleb Carr, sem sendi á dögunum frá sér bók um Sherlock Holmes og ritarann ítalska.

Caleb Carr varð frægur fyrir bók sína um sálfræðinginn Lazlo Kriezler, The Alienist, og hefur skrifað sitthvað síðan. Hann hefur löngum verið meðlimur í félagsskap áhugamanna um Holmes, The Baker Street Irregulars, og kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hann kjósi að skrifa bók um spæjarann mikla.

Í The Italian Secretary reynir Carr að fara sem næst stíl Doyles og tekst býsna vel þó hann nái eðlilega aldrei að skapa sama andrúmsloft og Doyle sem var að skrifa sögu úr samtíma sínum. Fléttan er fín, mátulega ógnvænleg og ótrúverðug eins og flétturnar flestar ef ekki allar í sögum Doyles. Það er helst að Carr leyfi sér að fara frjálslega með persónu Mycrofts Holmes, enda var hún svo lítt mótuð af Doyle að Carr getur leyft sér sitthvað með hana.

Á síðasta ári komu út tvær fínar bækur ungra höfunda þar sem Sherlock Holmes kemur við sögu, sú sem hér er gerð að umtalsefni og The Final Solution eftir Michael Chabon. Það er gott til að vita að Shelock Holmes lifir góðu lífi.

(Þess má svo geta að ítalski ritarinn var David Rizzio, tónlistarmaður og ritari Maríu Skotadrottningu, sem myrtur var 1566. Mynd af honum hér.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The Final Solution er snjöll bók, þar sem nafnlaus einkaspæjari á tíræðisaldri glímir við ráðgátuna um týnda páfagaukinn ef ég man rétt. Sá nafnlausi líkist Skerláki í mörgu.

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 11:25

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Í ljósi þess að spæjarinn í The Final Solution býr í sveitinni og ræktar býflugur í Sussex held ég ekki þurfi að velkjast í vafa hver sé þar á ferð. Og já, það er snjöll og vel skrifuð bók, Chabon svíkur ekki.

Árni Matthíasson , 28.4.2006 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband