Þjóðernissinnaðar verkalýðshetjur

Það er í sjálfu sér ekki tíðindi að Ásgeir Hannes Eiríksson pylsusali hyggist stofna þjóðernissinnaðan stjórnmálaflokk, hann er frægur fyrir að velja rangan málstað. Hitt þykir mér verra að samkvæmt skoaðanakönnum Gallup, sem gerð var að undirlagi hans, gæti þriðjungur aðspurðra hugsað sér að kjósa flokk sem hefði á stefnuskrá sinni að draga úr fjölda innflytjenda til landsins.

Það kemur eflaust einhverjum á óvart að andúð á útlendingum sé svo útbreidd sem þessi könnun gefur til kynna, en hvernig má annað vera þar sem menn hamast við að mála skrattann á vegginn og þeir sem gjarnan kenna sig við vinstrimennsku, sem einkennist víst af manngæsku og skilningi, ganga fram fyrir skjöldu um að breiða út fáfræði og fordóma?

Varla líður nefnilega sá fréttatími að verkalýðsforkólfar koma ekki í útvarp og sjónvarp að formæla útlendingum sem komi hingað til að vinna fyrir lægri laun en Íslendingar, að því þeir segja, og dragi þannig niður kjör íslenskra verkamanna og hafi af þeim vinnu.

Flokkar þjóðernissinna beita jafnan hræðsluáróðri og blekkingum og afskræma staðreyndir til að auka fylgi við málstað sinn. Liðsmenn þjóðernissinna í þeim slag eru verkalýðsforkólfar, forsvarsmenn ASÍ og fleiri verkalýðsfélaga og samtaka, sem verður tíðrætt um að þeir sem hingað koma til að vinna séu eiginlega að grafa undan öllu saman, erlent verkafólk sé að eyðileggja íslenskan vinnumarkað, draga niður laun og gott ef þeir eru ekki að ræna vinnu frá íslenskum verkamönnum (ÍSLENSKUM verkamönnum!!). Vatn á myllu þjóðernissinna eins og Ásgeirs Hannesar.

Þegar rýnt er í tölur um atvinnuleysi kemur aftur á móti í ljós að atvinnuleysi hér á landi er ekki nema hálft annað prósent, sem er í raun ekkert atvinnuleysi, og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Það er því ljóst að allir þeir Íslendingar sem vilja hafa vinnu og þeir hafa ágætis vinnu, því þeir eru almennt ekki að vinna í fiski, á dekkjaverkstæðum eða í umönnun - það sjá útlendingarnir um og það er ekki nóg af þeim.

Nú væri ráð að stjórnmálaflokkar settu á stefnuskrá sína að draga úr fjölda þjóðernisöfgamanna. Líka þeir stjórnmálaflokkar sem stæra sig af góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Þú ættir kannski að setja könnun hérna á bloggið hjá þér Árni, til að sjá hvort hlutfall xenófóbískra meðal lesenda þinna, sé svipað og í þjóðinni skv. könnun gallup.

Steinn E. Sigurðarson, 24.4.2006 kl. 09:50

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Hér þarf ekkert að kanna, mér er slétt sama hversu margir xenófóbar eru meðal lesenda minna. Það eina sem ég sakna frá þeim (þ.e. xenófóbunum) er spurningin "Myndirðu vilja að dóttir þín giftist útlendingi?". Kannski Ímugustur (tröllkonuprump) varpi henni fram, enda hefur hann áhyggjur af mér og mínum. Nú eða pylsusalavinurinn Heinz (áttu nokkuð hvítar pylsur?).

Árni Matthíasson , 28.4.2006 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 117543

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband