Indælt lag

Gnarls BarkleyÞað held ég að Crazy með Gnarls Barkley sé eitt indælasta lag sem ég hef lengi heyrt, óvenjulega smekklega útfært og nútímalegt soullag. Kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að þeir standa að því félagarnir Danger Mouse og Cee-Lo, sá fyrrnefndi höfundur Gráa albúmsins og meðsmiður The Mouse and the Mask með MF Doom (ein besta plata síðasta árs og gott ef hún var ekki besta hiphopskífan) og sá síðarnefndi höfundur prýðisplötunnar Cee-Lo Green Is the Soul Machine sem kom út 2004.

MySpace er óttalegt drasl, óstöðugt og erfitt viðureignar, en bendi samt á það vilji menn heyra lagið Crazy.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sammála. Goodie Mob var reyndar mjög skemmtileg band og hálf leiðinlegt að þeir hafi hætt, en hálf skemmtilegt að útúr því hafi Cee Lo hlunkast til að búa til efni sjálfur. Mér finnst líka skemmtilegt að útúr mashup bubblunni hafi orðið tækifæri fyrir Danger Mouse til að búa til alvöru efni.

Annars sá ég MF Doom headline tónleika hér um daginn og það var eitt slappasta hip hop performans sem ég hef séð. Hann stóð bara á sviðinu með hendurnar krosslagðar yfir bumbuna sína (kúlubumbu) og muldraði í gegnum grímuna. Big Daddy Kane hitaði upp fyrir hann í rauðu leðurdressi frá toppi til táar, og hljóp um allt og hoppaði meiraðsegja niðrá gólf og í gegnum skarann, og það allt án þess að missa rímu og vera örugglega orðinn níræður.

Halli (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 06:08

2 identicon

Fantalag

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband