Íslenskan bráðum mun útaf deyja

Óttalegt væl fannst mér í Andra Snæ í útvarpinu í gær þegar hann var að tala um íslensku og hve allt breyttist hratt, eiginlega svo hratt, svo ógnarhratt að ég fékk áhyggjur af því að ég myndi ekki skilja hvað hann væri að segja áður en viðtalið væri búið. Hann (og fleiri væluskjóður) talar eins og það séu að myndast eyður í málfari ungmenna, það detti út orð og ekkert komi í staðinn ... geri ráð fyrir að hvaðsemþaðheitir verði algengasta orð í íslensku innan skamms, kannski strax í næstu viku ... nema það verði þá dottið út.

Svona hugsaði ég í fyrstu, en svo áttaði ég mig á því hvað hann væri að fara þegar ég var að fylgjast með yngra barnabarninu í baði í morgun. Þar sat drengurinn, nýorðinn tveggja ára, og var að leika sér með leikfang sem hann lét hrapa í vatnið hvað eftir annað: Þyrla sagði hann hróðugur og lyfti á loft grænu plastleikafangi. Þyrla, hugsaði ég, af hverju segir hann ekki helíkopter. Það setti að mér trega - orðið helikopter var að hverfa úr íslensku máli. Hver hélt uppi vörum fyrir það!? Hvað með það góða orð úr minni barnæsku og önnur álíka eins og fortó, sem hún amma notaði, eða skrípó eða kames? Horfin, horfin!

"Annars þjer einlæglega að segja held jeg, að íslenskan bráðum muni útaf deyja; reikna jeg, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla nokkur í landinu að öðrum 200 árum þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafnvel hjá beztu mönnum er annaðhvort orð á dönsku; hjá almúganum mun hún haldast við lengst."

Svo segir í bréfi þess mæta manns Rasmus Kristians Rask til Bjarna Thorsteinssonar sem hann skrifaði 30. ágúst og 2. september 1813. Tekið upp úr minningarriti Björns Magnússonar Ólsen um Rask, Reykjavík 1888. Frá því Rask skrifaði þessi orð eru liðin 193 ár nú í haust. Kannski geta bara fræðimenn lesið þennan texta þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband