Játningar rafgítarræfils

Ég hef löngum verið hálfgerður rafgítarræfill, veikur fyrir því ef menn spila hátt og lengi á slík apparöt. Set þó þann fyrirvara að mér finnst eiginlega því meira gaman sem spilamennskan er óhreinni, ef svo má segja; mér finnst skipta miklu máli að verið sé að spila með hjaertanu, en ekki endilega með heilanum. Þannig getur verið meira gaman að heyra músíktilraunastrák rembast við að gera meira en hann getur en að heyra einhvern íþróttamnninn spila ógnarhraða skala af vísndalegri nákvæmi. Víst er gaman að heyra slika spilamennsku, einu sinni, en svo er það líka búið - er hægt að taka mark á mönnum sem rembast sem mest við að spila eins og vélar?

Að þessu sögðu er óneitanlega gríðarlega gtaman að heyra færa gítarleikara spila af tilfinningu þar sem meira skiptir að skila réttri tilfinningu en réttri tónregund. Neil Young er dæmi um slíka spilamennsku og Dimebag Darrell sálugi var líka þannig gítarleikari, líka Frank Zappa svo fleiri framliðnir séu tíndir til sögunnar. Ég ætla þó ekki að fara út í þá sálma að nefna góða gítarleikara, dauða eða lifandi, heldur kviknaði þessi pæling er ég var að hlusta á nýju Built to Spill plötuna, You in Reverse.

Built to Spill er rokksveit frá Boise í Idaho, Doug Martsch heitir höfuðpaur hennar, gítarleikari, lagasmiður og söngvari. Gott ef hann lék ekki á flest hljóðfærin framan af. Fyrsta breiðskifa sveitarinnar kom út 1993, Ultimate Alternative Wavers. Ári síðar kom There's Nothing Wrong with Love og svo 1997 kom fyrsta platan fyrir stórfyrirtæki, og þar af leiðandi fyrsta platan með almennilega dreifingu, Perfect From Now On, fín plata. Enn betri var Keep It Like a Secret sem kom út 1999. Það var eiginlega fullmikið af gítar á tónleikaplötu sem sveitin sendi frá sér 2000, en Ancient Melodies of the Future, sem kom út 2001, var góð plata þó greina hafi mátt þreytumerki á svetinni og það örlaði á stöðnun.

Lítið hefur heyrst frá sveitinni síðan Ancient Melodies of the Future kom út, svo lítið reyndar að flestir héldu að sveitin væri búin að syngja sitt síðasta. Það dró ekki úr þeim vangaveltum að Martsch gaf út sólóskífu 2002, en á endanum kom sveitin saman aftur, hóf æfingar á síaðsta ári og afraksturinn af þeim æfingum var sú ágæta plata You in Reverse.

Tónlistin á skífunni er venju fremur fjölbreytt þó hún fari aldrei langt frá því að vera Built to Spill plata. Greinilegt að þeir félagar hafa fundið spilagleðina að nýju og sveitin hefur eiginlega ekki hljómað betur að mínu viti. Fjögur tóndæmi til sannindamerkis má finna á MySpace-síðu Built to Spill, http://www.myspace.com/builttospill. Heyr til að mynda lagið Liar, sem stingur mjög í stúf við það sem sveitin hefur áður gert, en þó ekki - gítarhljómurinn er til að mynda mjög kunnuglegur og svo vitanlega söngurinn. Upphafslag plötunnar er líka aðgengilegt þar, Goin' Against Your Mind, sem er um margt klassískt Built to Spill lag, tæpar níu mínútur af nútímalegu indíproggi. (Flottar þessar línur í því lagi: When I was a kid I saw a light / Floating high above the trees one night / I thougt it was an alien / Turned out to be just god.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband