Sufjan í aðsigi

Væntanlega gera flestir sér grein fyrir því að Sufjan Stevens er snillingur, einn sá helsti sem er að fást við tónlist í vestan hafs nú um stundir. Síðustu plötur hans hafa verið einkar vel heppnaðar, þá helst þemaplöturnar Michigan og Illinois, og víða á þeirri síðustu stóð maður á öndinni yfir snilldinni í útsetningum og lagasmíðum.

Á sínum tíma stóð víst til að hafa Illinois tvöfalda plötu, enda var lagasafnið 50 lög þegar upptökur hófust. Á endanum var ákveðið að láta eina plötu nægja að sinni, en í haust hófst Sufjan svo handa um að tína saman úr þeim lögum sem eftir sátu og úr varð platan The Avalanche sem kemur út í júlí næskomandi. Læt fylgja lag af plötunni mönnum til skemmtunar, The Henney Buggy Band.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband