Þriðjudagur, 30. maí 2006
Hatursguðspjallið
Þeir eru samir við sig höfuðsmenn hræsninnar í repúblikanaflokknum vestan hafs. Árum saman hefur Fred Waldron Phelps, leiðtogi baptistakirkjunnar í Westboro, og hyski hans komið sér fyrir við útfarir samkynhneigðra, með spjöld og borða þar sem því er haldið fram að hinn látni sé nú í vítisloga og þaðan af verra og gert hróp að syrgjendum. (Þess má geta að Phelps hefur látið þau orð falla að biblían mæli fyrir um dauðrefsingu við samkynhneigð.)
Stjórnvöld hafa látið sér þetta atferli Phelps og fylgjenda í léttu rúmi liggja og vísað í lög um tjáningarfrelsi.
Fred Phelps lét þó ekki þar við sitja, hann sækist eftir athygli og fannst menn ekki taka nógu vel eftir mótmælunum við útfarin samkynhneigðra. Næst á dagskrá var þá að mótmæla við útfarir þekktra manna og ættingja þeirra, til að mynda mótmælti hann er faðir Al Gore var jarðsettur, Barry Goldwater, Sonny Bono, Móðir Clintons og svo má telja.
Nú síðast tók Phelps og safnaðarmeðlimir, sem eru víst allir ættingjar hans utan einn, að mótmæla við útfarir hermanna sem fallið hafa í Írak, enda tekja þeir að mannfallið þar sé refsing guðs vegna þess að Bandaríkjamenn skeri ekki upp herör gegn samkynhneigð. Þá loks bregðast menn við á þingi vestan hafs og setja lög um að bannað sé að mótmæla innan 100 metra frá kirkjugarði og í 50 metra frá veg að kirkjugarði.
Af Fred Phelps er það annað að segja að saga hans hljómar eins og lygasaga. Ekki er bara að maðurinn sé upp fullur af hatri og fordómum, heldur var hann ofbeldisfullur fíkniefnaneytandi áratugum samana, misþyrmdi konu sinni og börnum, stal og laug og gerði börnin út sem þjófagengi til að fjármagna neysluna. Wikipedia er með ágæta samantekt og eins er til á netinu bók sem skrifuð var um hann, Addicted to Hate.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er átakanlegt dæmi um mjög vondan mann!
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.