Pepper liđţjálfi fertugur

Sgt. Pepper'sŢess er minnst víđa ađ í dag eru fjörutíu ár síđan Bítlarnir sendu frá sér tímamótaverkiđ Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, áttundu breiđskífu sína á fjórum árum. Menn eru ekki á einu máli um gćđi plötunnar, sumir telja ađrar Bítlaplötur betri, ég hallast ađ Rubber Soul, en ekki verđur deilt um mikilvćgi hennar – Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band er merkilegasta plata poppsögunnar og áhrif hennar verđa seint ofmetin. Ekki var bara ađ Bítlarnir komu sítar, skćlifetlum, suđboxi og strengjum á poppkortiđ, heldur voru ţeir líka frumherjar í ýmiss konar hljóđverstćkni og segulbandapúsli. Margir ganga líka svo langt ađ segja ađ međ Sgt. Pepper's hafi ţeir gengiđ af popplaginu dauđu, ţ.e. hinu klassíska ţriggja mínútna popplagi – í stađ ţess ađ menn einblíndu á smáskífur fóru ţeir ađ hugsa í stórum plötum, heildarverkum, og ţess sér stađ enn ţann dag í dag.

Sgt. Pepper's var síđasta platan sem Bítlarnir gerđu sem hljómsveit ţví ţótt ţeir ćttu eftir ađ gefa út fleiri plötur ţá vann hver ţeirra ađ ţeim meira og minna út af fyrir sig.

Upptökur tóku líka lengri tíma en á fyrri verkum og fyrst hljómsveitin var hćtt ađ leika á tónleikum gafst tími til ađ liggja ađeins yfir hlutunum. Segir sitt ađ 700 hljóđverstímar fóru í upptökurnar, en fyrsta Bítlaplatan var tekin upp á innan viđ tíu tímum.

Umslag plötunnar vakti mikla athygli á sínum tíma og er eitt frćgasta umslag rokksögunnar. Sagan segir ađ ţađ hafi líka veriđ dýrasta umslag sögunnar ţegar platan kom út, sumir áćtla ađ ţađ hafi veriđ ađ minnsta kosti hundrađ sinnum dýrara en hefđbundin plötuumslög á ţeim tíma og ţćtti svosem dýrt í dag – framreiknađ var kostnađurinn hálf fimmta milljón.

Hjónin Peter Blake og Jann Haworth hönnuđu umslagiđ međ ţá ósk Lennons og McCartneys í huga ađ Bítlarnir yrđu í gervi annarrar hljómsveitar og ţví líkast sem sú hljómsveit vćri rétt búin ađ ljúka tónleikum í almenningsgarđi. Í framhaldi af ţví datt Blake í hug ađ hafa fólk međ á myndinni, aftan viđ hljómsveitina, og Bítlarnir settust niđur til ađ skrifa óskalista yfir ţađ fólk sem ţeir héldu mest upp á eđa töldu áhrifamest. Ekki fóru allar tillögur inn, til ađ mynda fannst mönnum ótćkt ađ hafa Hitler og Jesú á myndinni, eins og Lennon stakk upp á, og ekki féll í kramiđ sú ósk hans ađ hafa Ghandi á myndinni, enda óttađist EMI í Indlandi ađ íbúar ţar myndu taka ţví illa. Ghandi er reyndar á umslaginu, ef svo má segja, en pálmatréđ lengst til hćgri á myndinni var sett yfir andlitiđ á honum. Blake heldur ţví reyndar fram líka ađ mynd sé af Hitler en á bak viđ sveitina, sem erfitt er ađ sannreyna. Eins var málađ yfir leikarann Leo Gorcey vegna ţess ađ hann vildi fá borgađ fyrir ađ vera á myndinni.

Ađ Ghandi og Hitler frátöldum, vaxmyndum, styttum og málverkum eru myndir af sextíu manns á umslaginu, Bítlarnir međtaldir. Ringo Starr valdi engan á myndina og George Harrison bara indverska hugleiđslukennara og predikara. Af öđrum sem komust á umslagiđ má nefna Aleister Crowley, Mae West, sem vildi ekki vera međ en lét undan ţrábeiđni Bítlanna, Lenny Bruce, Karlheinz Stockhausen, Carl Gustav Jung, Bob Dylan, Aldous Huxley, Marilyn Monroe, William S. Burroughs, spaugarana Stan Laurel, Oliver Hardy og Karl Marx, Sigmund Freud, Marlon Brando, Lewis Carroll, T.E. Lawrence, Shirley Temple, Albert Einstein, Marlene Dietrich og mexíkóska leikarinn Tin Tan sem er dulbúinn sem pálmatré.

Ţess má svo geta ađ lokum ađ ţó Bretar fagni útgáfu Sgt. Peppers í dag, ćttu Amríkanar ekki ađ gera ţađ fyrr en á morgun, ţví platan kom út 2. júlí vestan hafs. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver orti í dćgurlagatexta, Ţađ er eins og gerst hafi í gćr, ţađ er dálítiđ ţannig hjá mér ţví ađ ţetta afmćli Sgt Peppers sviptir mér umsvifalaust inn í stofuna á Rauđalćknum ţar sem ég átti heima á ţessum tíma. Bróđir minn kom heim međ ţessa plötu, skellti henni í Telefunken mubluna (ótrúlega flott hönnun, plötuspilarinn var ţannig ađ mađur lyfti upp borđplötunni til ađ setja plötuna á fóninn). Síđan sátum viđ systkinin, hann 19, ég óttalegur krakki en fannst allt flott sem honum fannst flott og saman hlustuđum viđ á ţessa snilld. Var strax ţá orđin dálítiđ veik fyrir ljúfsárum melódíum (er enn). She´s leaving home var í ţeirri deild hjá mér á ţessari plötu. Takk fyrir fróđleikinn - alltaf gaman ađ lesa pistlana ţína

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 2.6.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Orri Harđarson

Fínn pistill, félagi. Ţađ má svo nefna ađ Strawberry Fields og Penny Lane voru hljóđrituđ í sömu sessjónum og George Martin sá ţau raunar sem hluta af plötunni. Hún hefđi vitanlega orđiđ enn sterkari fyrir vikiđ. Annars er ég ekki alveg sammála ţví ađ Peppers hafi veriđ síđasta eiginlega "hljómsveitarplata" Bítlanna. Ţeim tókst raunar ađ ná samvinnunni aftur upp er ţeir gerđu síđustu plötuna, Abbey Road. En ţađ var kannski vegna ţess ađ sú var svanasöngurinn og ţeir voru međvitađir um ţađ.

Orri Harđarson, 2.6.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Góđur pistill Árni. Mér finnst ţađ skemmtileg tilviljun ađ ég er eiginlega líka hrifnari af Rubber Soul en Sgt. Peppers. Allar ađrar plötur en ţessar tvćr eru ekki jafn gegnheilar í gćđum laga. Hér byrjar John ađ taka sinn söng tvöfaldan (doubling) til ađ fá hann feitari og gerđi ţađ víst alltaf eftir ţetta. Einnig er sérkennilegt til ţess ađ vita ađ Pet Sounds plata Beach Boys var ţeim hvatning til ţeirra framúrstefnu sem hljómar á ţessari plötu. Sgt. Peppers á sannarlega skilinn sinn virđulega sess í sögunni.

Haukur Nikulásson, 3.6.2007 kl. 14:32

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir góđan pistil...og ţó ađ ég hafi nú aldrei veriđ sérstaklega mikill Bítlamađur eiga ţeir margt snilldarlagiđ...vissi ekki ađ Alistair Crowley vćri á myndinni og reyndar fleiri sem ég ţekkti ekki ţó ađ ég hafi veriđ búinn ađ ađ átta mig á flestum.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.6.2007 kl. 19:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband