Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Saga af skjalatösku
Falling Man eftir Don DeLillo. Picador gefur út. 246 síður innb.
Ýmsir bandarískir rithöfundar (og svosem frá öðrum löndum líka) hafa glímt við árásirnar á tvíturnana í New York í verkum sínum á undanförnum árum. Það hefur gengið upp og ofan því alla jafna eru tilfinningar þeirra of sterkar eða of blendnar til að þeir nái að skapa eitthvað sem stenst listrænar kröfur og sýnir um leið á þessum voðaatburði nýjar hliðar. Þetta á og við um þann ágæta höfund Don DeLillo sem fjallar um árásirnar í nýrri bók sinni, Falling Man.
DeLillo skipaði sér sess með helstu núlifandi höfundum Bandaríkjanna með bókinni Underworld og því fengur í því að sjá hvaða höndum hann tekur viðfangsefnið. Falling Man hefst einmitt þar sem einn þeirra sem komust lífs af í árásinni gengur ringlaður út úr öskuskýinu með skjalatösku í hendinni. Sagan fylgir síðan honum, fyrrverandi eiginkonu hans og syni þeirra, en einnig kemur við sögu tengdamóðir hans fyrrverandi, kona sem missti mann sinn í árásunum og fleiri.
Mest dýpt er í frásögn af eiginkonunni, sem vinnu við það að hjálpa fólki með elliglöp og eins eru sprettir í samskiptum hennar við móður sína og sambýlismaður hennar, enda er sambýlismaðurinn fyrrverandi hryðjuverkamaður - tók þátt í stríði ofbeldissinnaðra vinstrimanna í Þýskalandi og á Ítalíu á áttunda áratugnum. Aðrir í bókinni eru nánast eins og sálarlausir statistar.
Titill bókarinnar vísar í einkar átakanlega ljósmynd af manni sem er að hrapa úr norðurturni World Trade Center og það verður að segjast eins og er að bókin er talsvert frá því að vera eins áhrifamikil þó sagan af skjalatöskunni geri sitt.
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.