Mánudagur, 28. júlí 2008
1001 bók fyrir andlátið
Fáir komast yfir það að lesa allar þær bækur sem gefnar eru út hér á landi á ári hverju og væntanlega langar engan til þess. Það er þó fyrst þegar menn átta sig hve mikið er gefið út af bókum í heiminum sem þeim fallast hendur; samkvæmt tölum frá UNESCO koma út um 800.000 titlar í þeim tíu löndum sem gefa mest út, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kína, Þýskalandi, Japan, Spáni, Rússlandi, Ítalíu, Frakklandi og Hollandi (á listanum, sem byggist reyndar að nokkru á heldur gömlum upplýsingum, er Ísland í 29. sæti.
Til að nýta lestímann sem best er gott að leita til annarra, lesa tímarit sem fjalla um bækur, umsagnir í dagblöðum og bloggsíður, en þó helst að hlusta á það sem almennir lesendur segja, enda meta þeir bækur ekki eftir bókmenntafræðilegum dellukvörðum heldur eftir því eina sem skiptir máli: Var bókin skemmtileg eða ekki.
Ekki hef ég tölu á þeim bókum sem fjalla um bækur og þá helst hvaða bækur maður á að lesa. Eitt dæmi um slíka bók er doðranturinn 1001 bók sem maður ætti að lesa fyrir andlátið. Hér er reyndar ekki verið að vísa í 1001 bók um það hvernig eigi að gera upp liðinn ævitíma og búa sig undir lokaferðina, heldur bækur sem vert sé að lesa um ævina, 1001 úrvalsbók, ef svo má segja.
Það er vitanlega ákveðin skemmtun við að fletta slíkri bók og telja hvað maður er nú kominn langt (eða skammt) í menningarlegum þroska, en líka skemmtilegt að velta fyrir sér hvað vantar í slíka bók. Áberandi er til að mynda að þó talsvert sé af kvenrithöfundum í bókinni þá vantar sumar helstu konur í rithöfundastétt, til að mynda er Christinu Stead að engu getið (höfundur The Man Who Loved Children, meðal annars), sú stórmerkilega Ivy Compton-Burnett sést ekki heldur og ekkert eftir Floru Thompson, Edith Wharton (fyrst kvenna til að vinna Pulitzer-verðlaun fyrir The Age of Innocence), Beatrice Webb, Sigrid Undset og svo framvegis.
Í raun má endalaust bæta við í slíkan lista sem þennan; hvar eru Carlo Collodi (höfundur Gosa), Robertson Davies (einn helsti rithöfundur Kanada), Damon Runyon, Orhan Pamuk, Thomas M. Disch, Eduardo Mendoza, T.E. Lawrence, J.B. Priestley, Raymond Carver, Lewis Wallace, Nahgib Mahfouz, Zane Grey og svo má lengi, lengi telja.
Kvarðinn sem beitt er liggur ekki fyrir í inngangi að bókinni og því ekki hægt að meta hvort allri þeir framúrskarandi höfundar sem hér er getið hafi dottið út á tæknilegu atriði, en víst að menningarsögulegt mikilvægi þeirra var mikið þó ekki séu þeir miklir rithöfundar. Nefni sem dæmi í því tilliti mergjaðan stíl Damons Runyons og mikil áhrif bóka hans um bísa í New York, merkisritið Riders of the Purple Sage eftir Zane Grey sem skapaði erki-kúrekann, svipmyndir Edith Wharton af menningar- og hóglífi yfirstétta New York í upphafi 20. aldar og barnabækur Beatrice Webb sem fengu gríðarlega útbreiðslu (skrifaði sem Beatrice Potter).
Vitanlega er til grúi rithöfunda sem ætti heima í slíkri bók og bækurnar þyrftu að vera mun fleiri en 1001, en það er líka gaman að sjá hverjir komust þó inn. Mér er til að mynda spurn af hverju þurfum við að lesa sjö bækur eftir nasistann gamla Wyndham Lewis? Er ekki nóg að lesa The Apes of God og Tarr og láta þar við sitja? Mátti ekki skipta hinni drepleiðinlegu The Childermass út fyrir The Good Companions Priestleys (kom út um líkt leyti)? Af hverju eru níu (!) bækur eftir Graham Greene í bókinni? Er verið að hefna fyrir það að hann fékk aldrei Nóbelinn? Og að lokum: Hvers vegna eiga menn að eitra líf sitt með því að lesa níu bækur eftir Paul Auster og svo aðrar sjö eftir Don DeLillo? Er ekki betra að deyja áður en að því kemur?
Til að nýta lestímann sem best er gott að leita til annarra, lesa tímarit sem fjalla um bækur, umsagnir í dagblöðum og bloggsíður, en þó helst að hlusta á það sem almennir lesendur segja, enda meta þeir bækur ekki eftir bókmenntafræðilegum dellukvörðum heldur eftir því eina sem skiptir máli: Var bókin skemmtileg eða ekki.
Ekki hef ég tölu á þeim bókum sem fjalla um bækur og þá helst hvaða bækur maður á að lesa. Eitt dæmi um slíka bók er doðranturinn 1001 bók sem maður ætti að lesa fyrir andlátið. Hér er reyndar ekki verið að vísa í 1001 bók um það hvernig eigi að gera upp liðinn ævitíma og búa sig undir lokaferðina, heldur bækur sem vert sé að lesa um ævina, 1001 úrvalsbók, ef svo má segja.
Það er vitanlega ákveðin skemmtun við að fletta slíkri bók og telja hvað maður er nú kominn langt (eða skammt) í menningarlegum þroska, en líka skemmtilegt að velta fyrir sér hvað vantar í slíka bók. Áberandi er til að mynda að þó talsvert sé af kvenrithöfundum í bókinni þá vantar sumar helstu konur í rithöfundastétt, til að mynda er Christinu Stead að engu getið (höfundur The Man Who Loved Children, meðal annars), sú stórmerkilega Ivy Compton-Burnett sést ekki heldur og ekkert eftir Floru Thompson, Edith Wharton (fyrst kvenna til að vinna Pulitzer-verðlaun fyrir The Age of Innocence), Beatrice Webb, Sigrid Undset og svo framvegis.
Í raun má endalaust bæta við í slíkan lista sem þennan; hvar eru Carlo Collodi (höfundur Gosa), Robertson Davies (einn helsti rithöfundur Kanada), Damon Runyon, Orhan Pamuk, Thomas M. Disch, Eduardo Mendoza, T.E. Lawrence, J.B. Priestley, Raymond Carver, Lewis Wallace, Nahgib Mahfouz, Zane Grey og svo má lengi, lengi telja.
Kvarðinn sem beitt er liggur ekki fyrir í inngangi að bókinni og því ekki hægt að meta hvort allri þeir framúrskarandi höfundar sem hér er getið hafi dottið út á tæknilegu atriði, en víst að menningarsögulegt mikilvægi þeirra var mikið þó ekki séu þeir miklir rithöfundar. Nefni sem dæmi í því tilliti mergjaðan stíl Damons Runyons og mikil áhrif bóka hans um bísa í New York, merkisritið Riders of the Purple Sage eftir Zane Grey sem skapaði erki-kúrekann, svipmyndir Edith Wharton af menningar- og hóglífi yfirstétta New York í upphafi 20. aldar og barnabækur Beatrice Webb sem fengu gríðarlega útbreiðslu (skrifaði sem Beatrice Potter).
Vitanlega er til grúi rithöfunda sem ætti heima í slíkri bók og bækurnar þyrftu að vera mun fleiri en 1001, en það er líka gaman að sjá hverjir komust þó inn. Mér er til að mynda spurn af hverju þurfum við að lesa sjö bækur eftir nasistann gamla Wyndham Lewis? Er ekki nóg að lesa The Apes of God og Tarr og láta þar við sitja? Mátti ekki skipta hinni drepleiðinlegu The Childermass út fyrir The Good Companions Priestleys (kom út um líkt leyti)? Af hverju eru níu (!) bækur eftir Graham Greene í bókinni? Er verið að hefna fyrir það að hann fékk aldrei Nóbelinn? Og að lokum: Hvers vegna eiga menn að eitra líf sitt með því að lesa níu bækur eftir Paul Auster og svo aðrar sjö eftir Don DeLillo? Er ekki betra að deyja áður en að því kemur?
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég geng reglulega í gegnum þunglyndistímabil vegna allra bókanna sem ég fæ aldrei að kynnast.
En þessa bók verð ég að eignast. Gera a.m.k. tilraun til að grynnka á hrúgunni.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 13:20
Verð bara að hleypa þér í létta blóðsuðu - hvað eru margar eftir P Coelho í henni þessari?
Annað mál; kemur fram hvers vegna kápumynd "A Clockwork Orange" eftir Anthony Burgess prýðir þessa bók? Er hún sérstaklega mikilvæg innan um hinar 1000?
Jón Agnar Ólason, 28.7.2008 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.