Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Miskunnsami Morðinginn
Fyrir stuttu var ég á tónleikum í Nasa og gekk þar inn eftir pallinum hægra megin í húsinu á leið að hljómsveitaaðstöðunni. Ég var með símann á lofti, að skrifa tölvupóst, og gáði því ekki að mér, steig niður í efstu tröppu en hitti ekki betur en svo að ég flaug á hausinn og sneri mig illa í leiðinni.
Þar sem ég sat á gólfinu í rökkrinu bölvandi og reyndi að ljúka við tölvupóstinn kom Morðingi og stumraði yfir mér, aðrir létu sér fátt um finnast. Takk fyrir Haukur Viðar.
(Björg Sveinsdóttir tók myndina.)
Þar sem ég sat á gólfinu í rökkrinu bölvandi og reyndi að ljúka við tölvupóstinn kom Morðingi og stumraði yfir mér, aðrir létu sér fátt um finnast. Takk fyrir Haukur Viðar.
(Björg Sveinsdóttir tók myndina.)
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eitthvað biblíulegt við þetta. Miskunnsami Morðinginn. Væntanlega gengu öll krúttin og náttúruverndarsinnarnir framhjá hinum fallna gagnrýnanda,,,
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:04
Já auðvitað eru það pönkararnir sem reynast best þegar á reynir. Annars er það ekki bara titillinn sem er biblíulegur. Haukur minnir nú á einhvern eyðimerkurspámann á myndinni...
Stefán Bogi Sveinsson, 29.7.2008 kl. 16:59
Það var lítið Árni.
Ég vissi svo sem ekki hvað ég gæti gert, en þetta var nokkuð tignarleg bylta hjá þér. Vona að þér hafi ekki orðið varanlega meint af. Sjálfur var ég svo næstum því dottinn á smettið í dag en flaug í fangið á Smára Tarfi sem bjargaði andliti mínu frá afskræmingu
Haukur Viðar, 29.7.2008 kl. 23:29
Ég féll fyrir þessari fyrirsögn - snilld! Vonandi er búið að vinda ofan af snúningnum á fætinum. Lenti sjálf í svipuðu þegar ég var með fjölskyldunni í útlöndum, sá ekki tröppu fyrir framan mig á einhverri útistétt og datt frekar klaufalega fyrir vikið. Uppskar "passaðu þig, það er trappa framundan" komment frá fjölskyldumeðlimum mörgum sinnum á dag það sem eftir var ferðar og í framhaldinu ískrandi hlátur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.