Heimspekileg morðsaga

Critique of Criminal Reason eftir Michael Gregorio. Faber and Faber gefur út í júlí 2006. 

Critique of Criminal Reason eftir Michael Gregorio er víst fyrsta bók af nokkrum sem segja munu frá sögu söguhetju. Höfundurinn er í raun tveir höfundar, Daniela Gregorio og Michael Jacobs, annað víst heimspekingur og hitt rithöfundur, eftir því sem ég kemst næst, par sem býr í Spoleto á Ítalíu.

Faber & Faber-menn, útgefandinn, láta mikið með þessa bók og markaðsdeild útgáfunnar spáir henni frama, enda hugmyndin prýðileg að flétta saman þekktum sögulegum persónum og morðgátum.

Sagan hefst þar sem Hanno Stiffeniis héraðsdómari í Lothingen í Prússlandi er kallaður til Königsberg (nú Kaliningrad) í upphafi nítjándu aldar. Þar hafa verið framin óttaleg morð og Stiffeniis falið að upplýsa þau. Hann á erfitt með að átta sig á hvers vegna hann var kallaður til verksins en áttar sig síðan á að það var gert að undirlagi heimspekingsins Immanuels Kants sem hann hafði hitt að máli áratug fyrr.

Þeim samskiptum hafði aftur á móti lokið svo að aðstoðarmaður Kants og náinn vinur hafði tekið það loforð af Stiffeniis að hitta Kant aldrei aftur, enda hafði eitthvað það sem hann sagði honum komi heimspekingnum í svo mikið uppnám að menn óttuðust um heilsu hans. Það kemur og á daginn að eitthvað í orðum Stiffeniis fyrir áratug hafði hrundið af stað í hugsuðinum mikla heilabrotum sem koma talsvert við sögu í rannsókn á morðunum dularfullu.

Staðarlýsingin er sannfærandi, í það minnsta er vetri við sunnanvert Eystrasalt lýst svo vel að maður kannast við sig. Ýmsar aukapersónur ná einnig að lifna á síðum bókarinnar og eins er gefin trúverðug mynd af prússnesku stjórnarfari og skriffinnsku. Höfundar lýsa líka vel grimmdinni sem var aðal verkfæri löggæslu á þeim tímum, þegar allir voru sekir þar til sakleysi þeirra var sannað, ef þeir lifðu þá af yfirheyrslur og varðhald. Aftur á móti gengur þeim ver þegar þeir reyna að skapa drunga- og draugalegt andrúmsloft.

Í heiti bókarinnar, Critique of Criminal Reason, er snúið út úr ensku heiti helsta verks Kants, Critique of Pure Reason (Kritik der reinen Vernunft) eða gagnrýni hreinnar skynsemi. Kant kemur mjög við sögu í bókinni, bæði er hann Stiffeniis ofarlega í huga eftir heimsóknina dularfullu áratug fyrir morðin, en skýring á henni kemur smám saman í ljós og verður fullljós í lokin. Þá verður reyndar hálfgert spennufall, því manni finnst sú flækja óneitanlega full veigalítil til að vera undirrót að eins miklum hörmungum og sagan segir frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kant var sjálfur ekkert sérlega veigamikill, sögulega séð. Var lítið meir en afurðirnar, heilabrotin og heimspekin, og lítill "Erlendur" í sér, þannig séð. Næstum því "kjelling" í guðbergskum skilningi.

- Jón Aðalsteinn, sem hefur lesið svolítið eftir og um karlinn og hefði líklega skotið sig hefði hann lent í partýi með Kant og Kierkegaard..

jón aðalmega ofurbögg (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Matthíasson
Árni Matthíasson
Skoðanir á mönnum og málefnum á þessari síðu eru birtar með opnu notendaleyfi. Öllum er heimilt að tileinka sér þær og halda þeim fram sem sínum eigin.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 117496

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband