Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 24. júní 2006
Einkaleyfi á skoðunum
Undarleg þykir mér árátta margra hægrimanna í fjölmiðlastétt vestan hafs að amast sífellt við því er listamenn, tónlistarmenn, leikarar eða rithöfundar, svo dæmi séu tekin, láta í ljós pólitískar skoðanir. (Fyrir einhver sérkennilegheit hnýta menn reyndar aðeins í þá sem ekki eru sammála forseta Bandaríkjanna og liðsmönnum hans - enginn amast við Toby Keith en allir hamast að Dixie Chicks.)
Menn stilla því gjarnan svo upp að svo og svo mikil hætta sé á að aðdáendur viðkomandi eigi eftir að snúa baki við þeim, en alla jafna er það nú svo að ef aðdáendur þekkja sín átrúnaðargoð á annað borð þá kippa þeir sér varla upp við það þó viðkomandi hafi skoðanir. Þannig kom Living with War Neil Young-vinum varla í opna skjöldu, nú eða þá aðdáendum Bruce Springsteen að hann kunni lítt að meta George Bush.
Í viðtali við sjónvarpsfréttamanninn Soledad O'Brien á CNN fyrir skemmstu svaraði Springsteen vel fyrir sig og sumt býsna eitrað, en Soledad O'Brien er þekkt fyrir annað en skynsamlegar spurningar:
O'BRIEN: In 2004 you came out very strongly in support of John Kerry and performed with him - your fellow guitarist, I think is how you introduced him to the crowd. And some people gave you a lot of flack for being a musician who took a political stand. I remember ...
SPRINGSTEEN: Yeah, they should let Ann Coulter do it instead.
O'BRIEN: There is a whole school of thought, as you well know, that says that musicians I mean you see it with the Dixie Chicks - you know, go play your music and stop.
SPRINGSTEEN: Well, if you turn it on, present company included, the idiots rambling on on cable television on any given night of the week, and youre saying that musicians shouldnt speak up? Its insane. Its funny.
O'BRIEN: As a musician though, Id be curious to know if there is a concern that you start talking about politics, you came out at one point and said, I think in USA Today listen, the country would be better off if George Bush were replaced as President. Is there a worry where you start getting political and you could alienate your audience?
SPRINGSTEEN: Well thats called common sense. I dont even see that as politics at this point. So I mean thats, you know, you can get me started, Ill be glad to go. [ ] You dont take a country like the United States into a major war on circumstantial evidence. You lose your job for that. Thats my opinion, and I have no problem voicing it. And some people like it and some people boo ya, you know?
Það komast ekki margir upp með það að kalla spyril sinn hálfvita í beinni útsendingu ("Well, if you turn it on, present company included, the idiots rambling on on cable television on any given night of the week"). Svar hans við spurningunni um ummæli hans úr USA Today (að tímabært sé að skipta um forseta) er líka eitrað: "Well thats called common sense. I dont even see that as politics at this point."
Tengill á síðu með viðtalinu er hér.
Bloggar | Breytt 28.6.2006 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 24. júní 2006
Trú og trúleysi
Sérkennileg spurning í Morgunblaðinu í dag í annars ágætu viðtali við breska þróunarlíffræðinginn Richard Dawkins: "Af hverju kýst þú að vera trúleysingi?"
Nú veit ég ekki hvernig spurningin hljóðaði á ensku, kannski var hún bara "Why are you an atheist?" en eins og hún hljómar á íslensku er líklegra að hún hafi verið "Why did you decide to be an atheist" eða "Why did you choose to be an atheist?" Það þykir mér sýna sérkennilegan skilning á trúleysi - stillir því upp eins og kerfisbundnu hugmyndakerfi, nánast eins og trúarbrögðum.
Að mínu viti er lítið betra að tilheyra trúleysissöfnuði en trúarsöfnuði. Annað hvort trúa menn eða ekki. Það þarf enga ástæðu fyrir því eða réttlætingu. Trúleysi er augljóst fyrir hinum trúlausu á sama hátt og trúin er augljós fyrir þeim sem trúa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 23. júní 2006
Gítarsýrupopp
Ég hef lengi haft mikið dálæti á bandarísku rokksveitinni Yo La Tengo sem hélt upp á tuttugu ára afmælið á þarsíðasta ári. kannski er ég hrifnastur af henni fyrir það að hún er ein af þessum hljómsveitum sem erfitt eða ógerningur er að skilgreina eða flokka - spilar allt frá léttu poppuðu dúvoppi í hreina gítarsýru. Á hinni dæmigerðu Yo La Tengo-plötu eru snilldar popplög og framúrstefnulegar tilraunir og svo að minnsta kosti eitt magnað gítarfyllerí.
Yo La Tengo er hljómsveit Ira Kaplan og Georgia Hubley sem eru hjón. Kaplan leikur á gítar og Hubley á trommur og þau syngja bæði, reyndar syngur Hubley æ meira á plötunum sem gefur góða raun að mínu mati. Þau stofnuðu hljómsveitina 1984 og höfðu ýmsa sér til aðstoðar framan af, en síðustu fjórtan ár hefur James McNew séð um bassann.
Yo La Tengo hefur gefið út ellefu breiðskífur og margar stuttar. Stóru plötunar eru:
- Ride the Tiger - 1986
- New Wave Hot Dogs - 1987
- President Yo La Tengo - 1989
- Fakebook - 1990
- May I Sing with Me - 1992
- Painful - 1993
- Electr-O-Pura - 1995
- Genius + Love (safnplata) - 1996
- I Can Hear the Heart Beating as One - 1997
- And Then Nothing Turned Itself Inside-Out - 2000
- The Sounds of the Sounds of Science - 2002
- Summer Sun - 2003
- Prisoners of Love (safnplata) - 2004
- Yo La Tengo is Murdering the Classics (safn af tónleikalögum) 2006
Þær eru allar góðar en bestar Painful, I Can Hear the Heart Beating as One og And Then Nothing Turned Itself Inside-Out. Ef aðeins á að tilnefna eina plötu er það I Can Hear the Heart Beating as One sem er mikið meistaraverk. Fakebook er líka skemmtileg en á henni er safn laga eftir ýmsa listamenn.
Tilefni þessarar bloggfærslu er svo að skammt er í nýja Yo La Tengo-plötu sem hita mun I Am Not Afraid Of You And I Will Beat Your Ass. Samkvæmt upplýsingum á vefsetri Matador-útgáfunnar kemur platan út 4. september næstkomandi. Hún er líkt og aðrar Yo La Tengo plötur, áferðafallegt popp í bland við tilraunakennd lög með stöku gítarhetjusprettum. Upphafslag skífunnar, Yo La Tengo - 01 - Pass the Hatchet, er til að mynda um tíu mínútur af magnaðri gítarsýru, frábært lag. Eins finnst mér þriðja lagið gott (I Feel Like Going Home) og það fjórða frábært (Mr. Tough). Smellið hér til að heyra lag númer tvö, Beanbag Chair.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. júní 2006
Hiphop rifjað upp
Tók til í tónlistarherberginu í vikunni og fyllti kassa af diskum til að gefa, sennileg í kringum 300 stykki - nennti ekki að telja þá. Megnið tónlist frá síðustu tveimur árum, óáhugavert dót, en líka plötur sem ég veit að ég á aldrei eftir að hlusta á aftur. Ástandið varð bærilegra þar inni fyrir vikið, engir staflar á gólfinu eða á borðum og þarf ekki að fjölga hillum nema um tvær til að koma öllu á sinn stað.
Hliðarverkan af slíkri tiltekt er að ýmislegt rifjast upp, nema hvað, og í framhaldinu hlustaði ég varla á annað en hiphop í nokkra daga. Margt eltist illa í þeim pakka en að sama skapi hljómaði annað betur en nokkru sinni. Eyedea lét til að mynda nokkuð á sjá, þó The Many Faces of Oliver Hart sé skemmtileg plata, en Hip Hop Wieners (All Beef, No Chicken) voru aftur á móti betri en mig hafði minnt.
Eftir þessa hlustunarrispu setti ég saman lista yfir nokkrar bestu (erlendu) hiphopskífur sem fengið hafa að hljóma í bílnum undanfarið (þar er hægt að spila hátt). Þær fá allar bestu meðmæli:
Hip Hop Wieners - All Beef, No Chicken
Buck 65 - Square, Secret House Against the World og Vertex - erfitt að gera upp á milli þeirra, enda mjög ólíkar plötur
Noah 23 - Quicksand. Neophyte Phenotype hefur ekki elst vel en á Quicksand eru frábær lög eins og Saw Palmetto, Banded Hairstreak (frábær útsetning) Crypto Sporidian og Resistance, það besta sem hann hefur gert; lesið uppátt:
check the junglistic jibber jaw
at the drum and bass seminar
with the troubadour peep the metaphor
less is more when you're at the reservoir
glass half empty glass half full
keep your eyes out for the crystal skulls
rock the riddim with thoughts intelligent
carve my name in it on the wet cement
i triple the syllable with a titanium telescope
medicine vehicle then i defeated the simpletons
taking a chance on the nanobot bicycle
delegate melting your element into a vacuous nebula
gravity gripping up everything
retina spotting the obvious entity
coagulate caligula
boiling point gwan culminate
sustain the pulserate with a dubplate
Wu-Tang Clan - Enter The Wu-Tang - enn klassísk. Man enn hve geggjað var að heyra þessa plötu í desemberbyrjun 1993. Læt fylgja með þennan bút sem vakti ýmsar spurningar um tungumál og tjáningu. (Skýringar hér fyrir þá sem eiga erfitt með að hlusta á hiphop.)
GZA - Liquid Swords
Raekwon - Only Built 4 Cuban Linx - Næstbesta Wu-Tang platan
Disposable Heroes of Hiphoprisy - Hypocrisy Is the Greatest Luxury Frábærar línur í Famous and Dandy (Like Amos 'n' Andy):
My pockets are so empty I can feel my testicles
'cause I spent all my money on some plastic African necklaces
and I still don't know what the colors mean ...
RED, BLACK AND GREEN
Binary Star - Masters of the Universe
cLOUDDEAD - cLOUDDEAD - Óhlutbundin snilld.
Goats - Tricks of the Shade Do the Digs Dug? er spurt en fátt um svör. Sjá þó hér og hér (þið sem nennið ekki að smella: Pooka er persóna í leiknum sígilda Dig Dug, en birtingarmynd ævintýraverunnar púca (Pooka, Phooka, Phouka, Púka, Pwca) er meðal annars geit.
Aesop Rock - Float
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. júní 2006
Roger Waters í Egilshöll
Tónleikar Rogers Waters í Egilshöll voru um margt magnaðir, í það minnsta það sem ég entist til að horfa á. Það var gaman að sjá hann á sviði og hafa þannig samanburð við þær tónleikaupptökur sem ég hef sé að Pink Floyd undir stjórn David Gilmours, því meir hlýju og einlægni stafaði af Waters en sjá má á tónleikaupptökum með Gilmour og félögum. Kannski ekki alveg að marka en merkilegt í ljósi þess að myndin sem gefin hefur verið af Waters er af sjálfumglöðum hrokagikk. Hann kom mér fyrir sjónir sem einlægur og blátt áfram í Egilshöll, maður sem er ekki alveg sáttur við stjörnuhlutverkið en lætur slag standa til að gefa áheyrendum sem mest. Geðflækjurnar eru svo annað mál því ef hann var ekki að syngja um mömmu sína þá var hann að syngja um pabba sinn. Nú eða þá Syd Barrett.
Pink Floyd kynntist ég þegar Steini bróðir spilaði fyrir mig eintak af Ummagumma 1970 eða þar um bil. Það þótti mér sérkennileg tónlist, en kunni vel að meta tónleikahlutann, sérstaklega Set the Controls for the Heart of the Sun og lögin sem Waters átti einn á skífunni, Grantchester Meadows og Several Species of Small Furry Animals Gathered Together in a Cave and Grooving With a Pict, hvorugt eiginlegt lag en það fyrra fannst mér býsna gott
Seinna kom svo Atom Heart Mother, sem ég var ekki svo hrifinn af, og Meddle sem ég féll algerlega fyrir, man enn hvað mér fannst magnað að heyra Echoes í fyrsta sinn - þvílík snilld! Obscured by Couds var líka í uppáhaldi um tíma, kannski aðallega fyrir það hvað hún var sjaldséð, enda ekki hlaupið að komst yfir plötur á þessum tíma, að ekki sé talað um ef þær höfðu ekki að geyma tónlist sem naut almennar hylli.
Svo kom Dark Side of the Moon. Sumir keyptu sér tvö eintök af þeirri plötu, eitt til að eiga og eitt til að hlusta. Dögum saman lágum við yfir þeirri plötu og lærðum hana utanað, gæti væntanlega enn spilað hana í huganum. Byrjun plötunnar, fyrsta rúma mínútan af Breathe, þótti mér mikið meistaraverk og ég man eftir einu sérstaklega súru kvöldi þar sem hlustað var aftur og aftur á upphaf plötunnar og spilað hátt með áherslu á bilið frá 1:12 til 1:13 - gott ef við vorum ekki búnir að finna það út félagarnir að í þeirri sekúndu eða þar um bil lægi allur leyndardómur plötunnar.
Aðrar plötur Pink Floyd voru ekki síður merkilegar hver á sinn hátt. Meira að segja fannst mér The Final Cut fín plata textalega þó músíkin væri ekki eins vel heppnuð og fyrri verk.
Síðan eru þó liðin mörg ár, smekkurinn breyttur, skoðanir á músík talsvert breyttar og lítil þolinmæði fyrir gömlu dóti almennt. Mér þótti þó gaman að sjá Waters spila í Egilshöll, gaman að upplifa sömu tilfinningar og bærðust með manni á sínu tíma, að finna sömu hughrifin og forðum, en svo fékk ég eiginlega nóg. Ekki af Waters þó, heldur nóg af sjálfum mér anno 1970-og-eitthvað. Fór snemma heim.
Bloggar | Breytt 14.6.2006 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 8. júní 2006
Blátt, blátt, grænt, grænt og appelsínugult
Mikið skil ég vel þann sem lagði fram þessa óneitanlega þörfu kæru, enda lenti ég í álíka óskemmtilegri reynslu þegar ég fór á kjörstað í Öldutúnsskóla.
Ég mætti glaðbeittur í skólann á björtum vordegi, þess albúinn að kjósa hvað sem er. Þegar ég var svo kominn með kjörseðilinn í hendurnar og gekk í átt að kjörklefanum blasti við mér blátt tjaldið, hreinræktuð áróðursdula! Skyndilega lagðist þoka yfir huga minn og dimm rödd tók að kyrja X-D, X-D.
Ég dró tjaldið frá eins og vélmenni, þræll hinna illu áforma áróðursmeistara Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég lagði hægri höndina á stólinn í kjörklefanum til að setjast niður varð mér litið á stólsetuna og sjá: hún var græn! Þokunni létti skyndilega og í stað raddarinnar dimmu og óttalegu heyrðist nú jarmað X-B, X-B.
Ég breiddi úr kjörseðlinum og bjóst til að merkja við B. Æ, æ, blýanturinn var appelsínugulur - ég krossaði óvænt við V.
Kærir vegna blárra tjalda í kjörklefum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. júní 2006
Jokket i spinaten
Eins og með svo margt annað dettur maður inn í mikið dálæti á einstökum grænmetistegundum þegar matseldin er annars vegar.
Þannig man ég eftir eggaldintímabili, þegar ekkert var hægt að elda án þess að eggaldin kæmi við sögu, síðan var okra-æðið mikla, og um tíma var kúrbítur í aðalhluverki, matreiddur á ýmsa vegu.
Síðustu mánuði hefur spínat verið í uppáhaldi, ferskt spínat vitanlega, en nú vandast málið því uppháhalds grænmeti mitt í dag er Guðni Ágústsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5. júní 2006
Listin að græða
Aldraðir eru orðnir áberandi þrýstihópur í seinni tíð, bera sig aumlega vegna fjárskorts og ills aðbúnaðar. Gott ef menn voru ekki að spá í sérframboð aldraðra fyrir stuttu (bíddu við ... var það ekki Frjálslyndir?). Í því sambandi vill svo skemmtilega til að sú kynslóð aldraðra sem nú hefur hæst er einmitt sama kysnlóðin og græddi hvað mest á verðbólgunni á sínum tíma og, eins og fram kemur í grein Magnúsar Árna Skúlasonar í fasteignablaði Morgunblaðsins á morgun, græðir mest á þeirri verðhækkun á fasteignum sem orðið hefur síðustu árin.
Segja má tilfærsla hafi átt sér stað frá ungu fólki eldra fólks, þar sem fyrri hópurinn er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði og þarf einnig á stærra húsnæði að halda til framtíðar, en síðari hópurinn er að minnka við sig og getur því leyst töluvert eigið fé út úr fasteignum sínum og fjárfest í vaxtaberandi eignum eins og skuldabréfum. Þetta er því öfugt við það sem átti sér stað fyrir 1979 þegar sparifé eldra fólks brann upp og myndaði tilfærslu til þeirra er skulduðu vegna neikvæðra raunvaxta, sem er líklega sama kynslóð og nýtur góðs af hækkun húsnæðiverðs í dag.
Semsé: Þeir sem græddu á forfeðrum sínum græða nú á afkomendunum.
Bloggar | Breytt 7.6.2006 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 30. maí 2006
Katalónskuspursmálið
Í minningarriti Björns Magnússonar Ólsen um Rasmus Kristian Rask sem gefið var út í Reykjavík 1888 er birt brot úr bréfi sem Rask skrifaði Bjarna Thorsteinssyni vini sínum 30. ágúst og 2. september 1813. Þar fjallar Rask um stöðu íslenskunnar gagnvart dönsku og segir meðal annars: "Annars þjer einlæglega að segja held jeg, að íslenskan bráðum muni útaf deyja; reikna jeg, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla nokkur í landinu að öðrum 200 árum þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafnvel hjá beztu mönnum er annaðhvort orð á dönsku; hjá almúganum mun hún haldast við lengst."
Allt fór það þó á annan veg, meðal annars fyrir tilstilli manna eins og Rask - íslenskan lifir góðu lífi þó hún hafi vissulega gengið í gegnum talsverðar breytingar á þeim tæpu 200 árum sem liðin eru frá því Rask skrifaði bréfið.
Því er þetta rifjað upp hér að ég var á ferð í Barcelona fyrir skemmstu og hitti þá að máli katalónska rithöfundinn Albert Sánchez Piñol sem skrifaði bókin mögnuðu La pell freda, sem gefin var út á ensku undir nafninu Cold Skin. Piñol er katalóni, talar helst katalónsku og skrifar á katalónsku þó það sé honum átak, því hann er alinn upp á spænsku ef svo má segja, öll hans skólaganga fór fram á spænsku þó að katalónska hafi verið móðurmálið. Þannig segist hann þurfa að leggja nokkuð á sig til að skrifa á katalónsku, því orðaforði hans í spænsku sé meiri en á katalónsku.
Álíka sagði mér katalónska skáldið Carles Duarte i Montserrat sem kom hingað til lands fyrir tveimur árum. Hann byrjaði þannig að yrkja á spænsku, fannst hann ekki kunna katalónsku nógu vel enda var bannað að kenna hana þegar hann var að alast að fyrirmælum Francos. Katalónska var þó móðurmál hans og eftir að hann hafði ort á spænsku í nokkur ár sagði hann að sér hefði orðið ljóst að hann yrði að yrkja á móðurmálinu til að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér.
Fyrir nokkrum árum lét Jordi Pujol, þáverandi forseti Katalóníu (og einn af helstu spámönnum katalónskrar þjóðernishyggju), þau orð falla að katalónskan væri í álíka stöðu og íslenskan hafi fimmtíu árum fyrr, þjóðtunga sem átt hafi í vök að verjast vegna áhrifa frá tungu stórþjóðar - ósk hans væri að katalónum tækist að fóta sig eins vel í að varðveita sína þjóðtungu og Íslendingum.
Í gegnum árin hefur katalónsku vaxið mjög fiskur um hrygg og mér finnst ég til að mynda sjá mikinn mun í Barcelona frá því ég kom þar fyrst fyrir tæpum tveimur áratugum. katalónskan verður æ sýnilegri og maður heyrir hana talaða mun víðar. Ekki þarf síðan að fara langt frá Barcleona að spænskan lætur undan síga og í mörgum bæjum austan við borgina en hending ef maður sér skilti á spænsku og því færri sem austar dregur.
Um sjö milljónir mann tala katalónsku að einhverju marki og þá talið með það sem sumir vilja telja sérmál en aðrir sjá bara mállýskumun (Valencíumenn vilja þannig taka um valensíönsku en ekki katalónsku - aðrir heyra eiginlega ekki mun). Það er því markaður fyrir katalónskar bókmenntir, ólíkt meir markaður en fyrir íslenskar, en eins og íslenskir rithöfundar hafa reyndar margir fengið að finna fyrir þá verður bókaútgáfa sífellt alþjóðlegri og þó ekki sé hægt að lifa af að selja 3.000 eintök á ári á Íslandi geta menn kannski haft það þokkalegt með því að selja 30.000 eintök af enskri útgáfu út um allan heim.
Það er því ekki endilega fjöldi lesenda sem ræður því hvort katalónskir rithöfundar skrifi á spænsku eða katalónsku (kastilönsku eða katalónsku sega katalónarnir, skilja á milli þjóðar og tungumáls) heldur frekar uppeldi þeirra og eftirhreytur af menningarlegri kúgun fyrri tíma. Það kostar katalónskan rithöfund á miðjum aldri mikið átak að skrifa á katalónsku því gera má ráð fyrir því að menntunarferill hans hafi allir verið á spænsku. Átakið verður þó minna eftir með tímanum, eftir því sem nýjar kynslóðir slást í hópinn. Hvað verður svo um þá sem skrifa á spænsku vissi Piñol ekki. Fannst þó forvitnilegt að heyra það að Íslendingar hafa átt tvo mikla rithöfunda í sögu sinni. Annar er flestum gleymdur - hinn skrifaði á íslensku.
(Biðst afsökunar á því að ég skuli nota tilvitnunina í Rask öðru sinni á árinu - notaði hana í bloggfærslu 28. janúar sl. Þá var ég reyndar að nota hana öðruvísi, var að skensa Andra Snæ.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. maí 2006
Menningarbyltingin mikla
Þessi yfirlýsing hrinti af stað mestu hörmungum sem gengið hafa yfir eina þjóð. Menningaryltingin var í raun leikur Maós í valdatafli innan kommúnistaflokksins, enda vildu menn þar skáka honum til hliðar eftir klúður í efnahagsmálum og óstjórn, meðal annar hvað varðaði framfarastökkið mikla svonefnda.
Menningarbyltingin hafði gríðarleg áhrif á kínverskt þjóðfélag, lamaði efnahagslíf meira og minna árum saman, tugmilljónir manna létu lífið vegna harðræðis, hungurs eða ofbeldisverka rauðu varðliðanna sem fóru um allt land og rændu og rupluðu á milli þess sem þeir börðu, niðurlægðu og myrtu þá sem þeim þótti ekki nógu byltingarsinnaðir. Ekki var bara að þeir gerðu fólki mein heldur eyðilögðu þeir ómælt af ómetanlegum fornminjum, listaverkum, bókum, hofum og sögufrægum byggingum.
Ekki er got að segja hvenær menningarbyltingunni lauk, en Maó náði að ganga milli bols of höfuðs á andstæðingum sínum og það var ekki fyrr en hann féll frá áratug síðar að hægt var brjóta "fjórmenningaklíkuna" á bak aftur.
Ég man það vel hve menn litu Maó og verk hans rómantískum augum, maðurinn var skáld og skrifaði hið merkilega Rauða kver sem allir áttu, allir sem ég þekkti í það minnsta, og allir lásu. Með tímanum kemur æ betur í ljós hvurslags maður hann var og þó ekki sé allt sannfærandi sem sagt er um hann í ævisögunni merkilegu sem þau skrifuðu Jung Chang og Jon Halliday (Mao: The Unknown Story) þá var hann býsna langt frá því að vera lausnarinn mikli eins og þeir héldu gjarnan fram félagar í eik(ml). Hvar eru þeir nú?
Bloggar | Breytt 17.5.2006 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Vefgreinar
- Dont Legalize Drugs by Theodore Dalrymple, City Journal Spring 1997 Advocates have almost convinced Americans that legalization will remove most of the evil that drugs inflict on society. Dont believe them. City Journal - Spring 1997
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar